Patrekur rifjaði upp þegar hann sagði þjálfara Essen að Guðjón Valur væri mjög ósáttur hjá félaginu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. maí 2020 10:00 Guðjón Valur lék með TUSEM Essen á árunum 2001-05. vísir/getty Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson fékk margar góðar kveðjur í Seinni bylgjunni, m.a. frá Patreki Jóhannessyni. Guðjón Valur og Patrekur léku saman með íslenska landsliðinu og hjá TUSEM Essen. „Innilega til hamingju með frábæran feril. Það er magnað að hafa fylgst með þér í gegnum árin og tekið þátt í þínu ferli. Ég er hrikalega stoltur að hafa fengið að kynnast þér. Magnaður karakter og leiðtogi,“ sagði Patrekur. „Það vita allir og búið að tala miki um hvað þú ert búinn vinna og áorka á ferlinum. En það sem stendur upp úr er að þú ert topp eintak af persónu.“ Þegar Guðjón Valur hóf feril sinn sem atvinnumaður með Essen 2001 var Patrekur einn af aðalmönnunum í liðinu. Hann rifjaði upp skemmtilega sögu frá þeim tíma. „Þegar þú komst fyrst til Essen varstu ekki með þýskuna og ég var beðinn um að túlka fyrir þig. „Þjálfarinn vildi tala við þig og spurði hvort þú værir ekki sáttur með allt í Essen. Ég spurði þig og þú svaraðir að þú værir mjög ánægður, það væri frábært að vera kominn og allt eins og það ætti að vera,“ sagði Patrekur. „Ég sagði þjálfaranum náttúrulega ekki það, heldur að þú værir frekar óánægður. Það vantaði allt tempó á æfingar, þetta væri frekar dapurt og þú værir í pínu sjokki. Síðan löbbuðum við í burtu og þjálfarinn var frekar fúll út í þig í svona einn dag. En svo leiðrétti ég þetta,“ sagði Patrekur léttur. Patrekur lék lengi með Essen.vísir/getty Guðjón Valur skellihló að sögu Patreks og rifjaði svo upp hvernig var að spila með honum. „Hann var svo harður. Hann og Alfreð Gíslason eru alvöru harðir en svo kynnistu þeim og ef eitthvað er að spyrja þeir hvað þeir geti gert,“ sagði Guðjón Valur sem fannst túlkun Patreks ekkert alltof sniðug á sínum tíma. „Þetta er ekki eins og þegar þú gerir grín í einhverjum Skandinava. Þessi þjálfari [Yuri Shevtsov] var af gamla rússneska skólanum og þetta var ekkert svo fyndið þá.“ Kveðju Patreks til Guðjóns Vals má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Kveðja Patreks til Guðjóns Vals Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Þýski handboltinn Seinni bylgjan Mest lesið Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Sjá meira