Áratugir ferðaþjónustunnar? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 31. desember 2019 10:15 Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins. Ferðaþjónustan var bjargvætturinn sem reisti hagkerfið við eftir efnahagshrunið. Þær gjaldeyristekjur sem hún hefur skapað eiga stærstan þátt í því að þjóðarbúið hefur sjaldan verið í betri stöðu en nú. Ferðaþjónusta hefur fyrst og fremst byggst upp á framtaki einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Óbein og afleidd áhrif á aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar eru líka víðtæk. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að halda því vel til haga að atvinnugreinin hefur notið lítillar meðgjafar almennt. Hún hefur ekki notið skattfríðinda eða niðurgreiðslna af neinu tagi. Verðmætasköpunin og sú velferð sem henni hefur fylgt byggir á „einkaframtakinu í sinni fegurstu mynd“, eins og einhver orðaði það svo vel. Stórfelld áhrif um land allt Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta haft stórfelld áhrif á atvinnulíf og samfélög úti um allt land: Hún hefur skapað, bæði beint og óbeint, þúsundir fjölbreyttra starfa vítt og breitt um landið. Hún hefur fjárfest fyrir tugi milljarða króna - í byggingum og öðrum mannvirkjum, samgöngutækjum, aðstöðu, alls kyns tækjabúnaði, tækni- og hugbúnaði, hönnun, þekkingariðnaði almennt og auðvitað í mannauði. Hún hefur eflt atvinnulíf um allt land og styrkt þannig við byggðir landsins. Hún gegnir lykilhlutverki í að halda landinu í byggð. Hún hefur orðið aflgjafi alls kyns breytinga og jákvæðra strauma víða um land. Hún hefur verið grundvöllur margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af. Hún hefur stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttari notkun auðlinda. Dæmi um það er heita vatnið, sem nú er orðið mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hún hefur haft jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Til dæmis hefur innanlandssala á landbúnaðar- og sjávarafurðum á veitingahúsum eða beint út úr búð margfaldast á síðustu 10 árum. Gullfoss hverfur ekki Efnahags- og samfélagslegur ávinningur af vexti ferðaþjónustunnar er tvímælalaus. Vissulega byggir ferðaþjónusta á Íslandi á náttúrufegurð landsins. Á auðlind sem umgangast verður með varúð og af virðingu. Þetta skilja þeir sem starfa við ferðaþjónustu manna best. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt í atvinnugreininni hafa engin óafturkræf umhverfisspjöll átt sér stað af hennar völdum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við tryggt að svo verði áfram. Gullfoss hverfur nefnilega ekki þó á hann sé horft af milljónum augna. Allar mælingar sýna að erlendir ferðamenn eru langflestir mjög ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Hið svokallaða meðmælaskor (NPS) er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hátt verðlag er í raun það eina sem skyggir á. Krefjandi áskoranir Ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu ekki siglt lygnan sjó á liðnum áratug. Hún hefur þurft að kljást við ýmsar áskoranir, einkum í ytra umhverfi sínu. Nægir þar að nefna áhugasemi stjórnvalda um skattlagningar ýmiskonar, miklar launahækkanir og erfiðleika í flugrekstri. Nú þegar horft er til framtíðar er stóra spurningin sú, hvort næsti áratugur verði líka áratugur ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru bjartsýn, enda tækifærin margvísleg og óþrjótandi. Jafnframt eru þau sér fullmeðvituð um áskoranir og ógnanir, eins og til dæmis loftslagsmálin. Þann málaflokk er atvinnugreinin þegar byrjuð að taka föstum tökum. Samkeppnishæfni skiptir öllu Stærsta áskorunin í augnablikinu er þó samkeppnishæfni Íslands. Áfangastaðurinn er einn sá dýrasti í heimi. Ferðaþjónustan stendur í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því þurfa rekstrarskilyrðin hér að vera sambærileg við það sem gerist og gengur hjá samkeppnisþjóðum okkar. Hár launakostnaður í alþjóðlegum samanburði og hærra raunvaxtastig í samanburði við samkeppnislönd, skaðar samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Þær raddir hafa heyrst að síðasti áratugur ætti með réttu að nefnast „áratugur launþega“, þar sem launahækkanir hafa verið gríðarlegar og kaupmáttur launa hefur sjaldan verið hærri. Hagkerfið byggir á breiðari grunni en áður og stöðugleikinn er meiri. Breytt og sterkari staða þjóðarbúsins veldur því að krónan hefur ekki veikst eins og í fyrri hagsveiflum og því er hætt við að hún reynist of sterk til að styðja við sjálfbæran vöxt í ferðaþjónustu næstu ár. Aðgerðum verður að fylgja fjármagn Verkefni stjórnvalda hlýtur því að vera að móta atvinnustefnu til næsta áratugar og horfa til þess hvernig styrkja megi stoðir þeirra atvinnugreina, sem líklegastar eru til að skila þjóðinni góðum lífskjörum áfram. Ferðaþjónustan bindur miklar vonir við stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir og á að ljúka snemma á næsta ári. Þar er lykilatriði að aðgerðum fylgi fjármagn, sem að sjálfsögðu skilar sér í aukinni verðmætasköpun, ef rétt er haldið á málum. Ferðaþjónustufyrirtækin og starfsfólk þeirra eru að minnsta kosti tilbúin til að gera næsta áratug einnig að áratug ferðaþjónustunnar. Full af krafti, hugmyndum, bjartsýni, gleði og gestrisni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Það má með sanni segja að liðinn áratugur hafi verið áratugur ferðaþjónustunnar. Atvinnugreinin sleit barnsskónum, hljóp hratt öll unglingsárin og er nú einn af grunnatvinnuvegum landsins. Ferðaþjónustan var bjargvætturinn sem reisti hagkerfið við eftir efnahagshrunið. Þær gjaldeyristekjur sem hún hefur skapað eiga stærstan þátt í því að þjóðarbúið hefur sjaldan verið í betri stöðu en nú. Ferðaþjónusta hefur fyrst og fremst byggst upp á framtaki einstaklinga, lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Óbein og afleidd áhrif á aðrar framleiðslu- og þjónustugreinar eru líka víðtæk. Það er mikilvægt og nauðsynlegt að halda því vel til haga að atvinnugreinin hefur notið lítillar meðgjafar almennt. Hún hefur ekki notið skattfríðinda eða niðurgreiðslna af neinu tagi. Verðmætasköpunin og sú velferð sem henni hefur fylgt byggir á „einkaframtakinu í sinni fegurstu mynd“, eins og einhver orðaði það svo vel. Stórfelld áhrif um land allt Á síðasta áratug hefur ferðaþjónusta haft stórfelld áhrif á atvinnulíf og samfélög úti um allt land: Hún hefur skapað, bæði beint og óbeint, þúsundir fjölbreyttra starfa vítt og breitt um landið. Hún hefur fjárfest fyrir tugi milljarða króna - í byggingum og öðrum mannvirkjum, samgöngutækjum, aðstöðu, alls kyns tækjabúnaði, tækni- og hugbúnaði, hönnun, þekkingariðnaði almennt og auðvitað í mannauði. Hún hefur eflt atvinnulíf um allt land og styrkt þannig við byggðir landsins. Hún gegnir lykilhlutverki í að halda landinu í byggð. Hún hefur orðið aflgjafi alls kyns breytinga og jákvæðra strauma víða um land. Hún hefur verið grundvöllur margvíslegrar þjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af. Hún hefur stuðlað að nýsköpun og fjölbreyttari notkun auðlinda. Dæmi um það er heita vatnið, sem nú er orðið mikilvægt aðdráttarafl fyrir ferðamenn. Hún hefur haft jákvæð áhrif á aðrar atvinnugreinar. Til dæmis hefur innanlandssala á landbúnaðar- og sjávarafurðum á veitingahúsum eða beint út úr búð margfaldast á síðustu 10 árum. Gullfoss hverfur ekki Efnahags- og samfélagslegur ávinningur af vexti ferðaþjónustunnar er tvímælalaus. Vissulega byggir ferðaþjónusta á Íslandi á náttúrufegurð landsins. Á auðlind sem umgangast verður með varúð og af virðingu. Þetta skilja þeir sem starfa við ferðaþjónustu manna best. Þrátt fyrir hinn mikla vöxt í atvinnugreininni hafa engin óafturkræf umhverfisspjöll átt sér stað af hennar völdum. Með tiltölulega einföldum aðgerðum getum við tryggt að svo verði áfram. Gullfoss hverfur nefnilega ekki þó á hann sé horft af milljónum augna. Allar mælingar sýna að erlendir ferðamenn eru langflestir mjög ánægðir með dvöl sína á Íslandi. Hið svokallaða meðmælaskor (NPS) er með því hæsta sem þekkist í heiminum. Hátt verðlag er í raun það eina sem skyggir á. Krefjandi áskoranir Ferðaþjónusta hefur að sjálfsögðu ekki siglt lygnan sjó á liðnum áratug. Hún hefur þurft að kljást við ýmsar áskoranir, einkum í ytra umhverfi sínu. Nægir þar að nefna áhugasemi stjórnvalda um skattlagningar ýmiskonar, miklar launahækkanir og erfiðleika í flugrekstri. Nú þegar horft er til framtíðar er stóra spurningin sú, hvort næsti áratugur verði líka áratugur ferðaþjónustunnar. Fyrirtæki í ferðaþjónustu eru bjartsýn, enda tækifærin margvísleg og óþrjótandi. Jafnframt eru þau sér fullmeðvituð um áskoranir og ógnanir, eins og til dæmis loftslagsmálin. Þann málaflokk er atvinnugreinin þegar byrjuð að taka föstum tökum. Samkeppnishæfni skiptir öllu Stærsta áskorunin í augnablikinu er þó samkeppnishæfni Íslands. Áfangastaðurinn er einn sá dýrasti í heimi. Ferðaþjónustan stendur í harðri alþjóðlegri samkeppni. Því þurfa rekstrarskilyrðin hér að vera sambærileg við það sem gerist og gengur hjá samkeppnisþjóðum okkar. Hár launakostnaður í alþjóðlegum samanburði og hærra raunvaxtastig í samanburði við samkeppnislönd, skaðar samkeppnishæfni ferðaþjónustunnar og annarra útflutningsgreina. Þær raddir hafa heyrst að síðasti áratugur ætti með réttu að nefnast „áratugur launþega“, þar sem launahækkanir hafa verið gríðarlegar og kaupmáttur launa hefur sjaldan verið hærri. Hagkerfið byggir á breiðari grunni en áður og stöðugleikinn er meiri. Breytt og sterkari staða þjóðarbúsins veldur því að krónan hefur ekki veikst eins og í fyrri hagsveiflum og því er hætt við að hún reynist of sterk til að styðja við sjálfbæran vöxt í ferðaþjónustu næstu ár. Aðgerðum verður að fylgja fjármagn Verkefni stjórnvalda hlýtur því að vera að móta atvinnustefnu til næsta áratugar og horfa til þess hvernig styrkja megi stoðir þeirra atvinnugreina, sem líklegastar eru til að skila þjóðinni góðum lífskjörum áfram. Ferðaþjónustan bindur miklar vonir við stefnumótun stjórnvalda í ferðaþjónustu, sem nú stendur yfir og á að ljúka snemma á næsta ári. Þar er lykilatriði að aðgerðum fylgi fjármagn, sem að sjálfsögðu skilar sér í aukinni verðmætasköpun, ef rétt er haldið á málum. Ferðaþjónustufyrirtækin og starfsfólk þeirra eru að minnsta kosti tilbúin til að gera næsta áratug einnig að áratug ferðaþjónustunnar. Full af krafti, hugmyndum, bjartsýni, gleði og gestrisni. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun