Elsti hjúkrunarfræðingur landsins er 100 ára í dag Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. desember 2019 19:00 Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“. Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira
Elsti hjúkrunarfræðingur landsins, sem fagnar aldarafmæli sínu í dag hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ákaflega fjölbreytt og skemmtilegt. Þá fagnar hún því hvað ungir karlmenn eru að koma sterkt inn í stéttina.Sigrún Hermannsdóttir á 100 ára afmæli í dag en hún er eftir sem best er vitað elsti núlifandi hjúkrunarfræðingurinn á Íslandi. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltúni í Reykjavík en það var slegið upp afmælisveislu í dag í tilefni tímamótanna.Eiginmaður Sigrúnar var Bjarni Einarsson, handritasérfræðingur. Saman áttu þau fimm börn. Sigrún byrjaði að læra hjúkrunarfræði 22 ára gömul og starfaði við fagið allan sinn starfsferil.Hún er stálminnug enda á hún auðvelt með að rifja upp atvik úr vinnunni. Hún segir að samstarf á milli lækna og hjúkrunarfræðinga hafi verið lítið sem ekkert.„Það var ansi mikil stéttaskipting og satt að segja margt til skammar, sem gekk yfir fólk“, segir Sigrún.Litu læknarnir niður á hjúkrunarfræðinga?„Það held ég, svona yfirleitt“. Sigrún, sem á 100 ára afmæli í dag. Hún býr á hjúkrunarheimilinu Sóltún í Reykjavík. Hún er elsti núlifandi hjúkrunarfræðingur landsins, sem vitað er um.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Sigrún hvetur ungt fólk til að læra hjúkrunarfræði því starfið sé ótrúlega fjölbreytt og skemmtilegt. Hún vann aldrei með karlkyns hjúkrunarfræðingi en fagnar því að karlmenn sé að útskrifast í auknu mæli sem hjúkrunarfræðingar.„Þeir eru góðir í því, mjög“, segir hún.Sigrún segist vera mjög hissa á því hvað hún sé orðin gömul.En hvernig líst henni á að hún sé elsti hjúkrunarfræðingur landsins?„Er það virkilega, er ekki einhver eldri en ég ekki á lífi. Nei, ég hélt að þær væru svo gamlar, hvað ertu að setja, þetta vissi ég ekki. Ég er ekki stolt af því að vera elst því mér finnst þetta alveg galið bara“, segir Sigrún með hissa.Sigrún er að lokum spurð að því hvort hún eigi sér uppáhaldsstað á Íslandi, hún var aðeins í vafa með svarið en sagði svo;„Seyðisfjörður í góðu veðri eins og margir aðrir staðir er alveg dásamlegur af fegurð“.
Heilbrigðismál Reykjavík Tímamót Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Innlent Fleiri fréttir Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Sjá meira