Dómsmálaráðherra tjáir sig ekki um mál lektors Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. desember 2019 18:45 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu. Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kemur ekki til með að tjá sig um rannsókn lögreglu eða gagnrýni á starfshætti lögreglu í máli Kristjáns Gunnars Valdimarssonar lektors, sem sakaður er um líkamsárás, kynferðisbrot og frelsisskerðingu gegn þremur konum. Þetta kemur fram á vef mbl.„Ég mun ekki tjá mig núna um viðbrögð lögreglu í þessu máli. Rannsókn er á viðkvæmu stigi og ég treysti því að faglega sé unnið af hálfu lögreglunnar,“ segir ráðherrann í skriflegu svari til fréttastofu mbl. Lögregla hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir starfshætti sína í málinu, en réttargæslumenn tveggja kvenna sem lagt hafa fram kærur á hendur Kristjáni telja hann hafa fengið sérmeðferð hjá lögreglu, og það hafi helgast af stöðu hans sem lektor við lagadeild Háskóla Íslands. Þá hefur faðir konu sem Kristján er sakaður um að hafa brotið gegn einnig gagnrýnt vinnubrögð lögreglu.Sjá einnig: Faðir ósáttur við vinnubrögð lögreglu í máli lektors við HÍ Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sendi fyrr í dag frá sér tilkynningu þar sem fram kom að farið hefði verið yfir upptökur af vettvangi handtöku Kristjáns. Þar segir jafnframt að við yfirferð á upptökum hafi ekkert aðfinnsluvert komið í ljós. Gögnin verða engu að síður send til Nefndar um eftirlit með lögreglu, auk þess sem óháður aðili mun fara yfir allar upptökur og gögn, að því er fram kemur í tilkynningunni. Kristján Gunnar var á jóladag úrskurðaður í gæsluvarðhald til dagsins í dag, en lögreglan hefur farið fram á áframhaldandi fjögurra vikna gæsluvarðhald yfir honum. Dómari sem fer með gæsluvarðhaldskröfuna hefur tekið sér frest til morgundagsins til að ákvarða í málinu.
Lektor handtekinn á Aragötu Lögreglumál Tengdar fréttir Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04 Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15 Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Sjá meira
Nefnd mun fara yfir aðgerðir lögreglu í máli lektorsins "Það kæmi okkur ekki á óvart þótt það kæmu fleiri kærur, þær hafa hins vegar ekki komið. Það eru kærur frá þremur konum sem eru til rannsóknar í málinu. Svo verður tíminn bara að leiða það í ljós hvort að þeim fjölgi,“ segir Karl Steinar, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild. 29. desember 2019 17:04
Dómarinn tekur sér sólarhrings umhugsunarfrest Dómari ákvað að taka sér sólarhrings umhugsunarfrest til að ákveða hvort gæsluvarðhald yfir Kristjáni Gunnari veðri framlengt. 29. desember 2019 15:15
Kristján Gunnar leiddur fyrir dómara Kristján Gunnar Valdimarsson, lektor við Háskóla Íslands, sem grunaður er um brot gegn þremur konum, var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur rétt í þessu. 29. desember 2019 13:13