Joey Barton vill minni mörk og léttari bolta í kvennaknattspyrnu Anton Ingi Leifsson skrifar 12. desember 2019 09:00 Joey Barton er að gera fína hluti með Fleetwood í ensku C-deildinni. vísir/getty Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og lét enn eina ferðina gamminn geisa er hann ræddi um kvennaknattspyrnu á dögunum. Barton, sem lék á sínum tíma með Manchester City og Newcastle, segir að breytingar þurfa að verða á kvennaknattspyrnu ef áfram eigi ekki að líta niður til íþróttarinnar. „Þetta er önnur íþrótt í kjarnann og það ætti að koma til móts við konur í kvennafótboltanum lífeðlisfræðilega og líffræðilega,“ sagði Barton í samtali við Football, Geminism og Everything in Between. „Það ætti að breyta stærðinni á markinu og fá léttari bolta. Ef við ætlum að gera kvennaknattspyrnu betri og að íþrótt fyrir áhorfandann muntu alltaf fá samanburðinn við karlaknattspyrnu. Þar eru karlarnir stærri, sterkari og fljótari en stelpurnar.“ Joey Barton sparks controversy by claiming that women's football will always be 'inferior' if smaller balls, pitches and goals aren't introduced to suit their 'physiological state' https://t.co/AwhKmZ3epYpic.twitter.com/mfzXfmcl5w— MailOnline Sport (@MailSport) December 12, 2019 „Ef þú myndir breyta þessu þá gæti kvennaknattspyrna tekið stór skref bæði hvað varðar tekníska hlutann og taktísklega hlutann. Horfum raunsætt á hlutina. Ef boltanum yrði breytt úr stærð fimm í fjögur, myndi einhver taka eftir því?“ „Nei. En ég get lofað þér því að sendingarnar og sendingarnar sem þær geta sent myndi henta meira þeirra líkamlega atgervi því boltinn væri minni og myndi henta þeim betur,“ sagði Barton. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, sagði fyrr á árinu að henni litist vel á hugmyndir um að minnka markið en hún sagði mikinn mun vera á líkamlegu atgervi kvenna og karla. Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira
Joey Barton, knattspyrnustjóri Fleetwood Town, er ekki þekktur fyrir að liggja á skoðunum sínum og lét enn eina ferðina gamminn geisa er hann ræddi um kvennaknattspyrnu á dögunum. Barton, sem lék á sínum tíma með Manchester City og Newcastle, segir að breytingar þurfa að verða á kvennaknattspyrnu ef áfram eigi ekki að líta niður til íþróttarinnar. „Þetta er önnur íþrótt í kjarnann og það ætti að koma til móts við konur í kvennafótboltanum lífeðlisfræðilega og líffræðilega,“ sagði Barton í samtali við Football, Geminism og Everything in Between. „Það ætti að breyta stærðinni á markinu og fá léttari bolta. Ef við ætlum að gera kvennaknattspyrnu betri og að íþrótt fyrir áhorfandann muntu alltaf fá samanburðinn við karlaknattspyrnu. Þar eru karlarnir stærri, sterkari og fljótari en stelpurnar.“ Joey Barton sparks controversy by claiming that women's football will always be 'inferior' if smaller balls, pitches and goals aren't introduced to suit their 'physiological state' https://t.co/AwhKmZ3epYpic.twitter.com/mfzXfmcl5w— MailOnline Sport (@MailSport) December 12, 2019 „Ef þú myndir breyta þessu þá gæti kvennaknattspyrna tekið stór skref bæði hvað varðar tekníska hlutann og taktísklega hlutann. Horfum raunsætt á hlutina. Ef boltanum yrði breytt úr stærð fimm í fjögur, myndi einhver taka eftir því?“ „Nei. En ég get lofað þér því að sendingarnar og sendingarnar sem þær geta sent myndi henta meira þeirra líkamlega atgervi því boltinn væri minni og myndi henta þeim betur,“ sagði Barton. Emma Hayes, þjálfari kvennaliðs Chelsea, sagði fyrr á árinu að henni litist vel á hugmyndir um að minnka markið en hún sagði mikinn mun vera á líkamlegu atgervi kvenna og karla.
Enski boltinn Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Fær ekki að eyða í leikmenn í janúar Sjá meira