Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Sindri Sverrisson skrifar 26. maí 2025 15:46 Florian Wirtz er spenntur fyrir að fara til Liverpool. Getty/Pau Barrena Ensku meistararnir í Liverpool eru staðráðnir í að landa Þjóðverjanum Florian Wirtz og gera hann um leið að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“ Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira
Bayern München og Manchester City höfðu áður ætlað sér að landa Wirtz en nú bendir flest til þess að hann gangi til liðs við Liverpool. Það ku að minnsta kosti vera ósk þessa 22 ára þýska landsliðsmanns. Samkvæmt hinum áreiðanlega Fabrizio Romano hefur Liverpool lagt fram fyrsta boð sitt í Wirtz og er um að ræða yfir 100 milljóna evra boð, jafnvirði um 14,5 milljarða króna. Darwin Nunez er dýrasti leikmaður í sögu Liverpool eftir að hann var keyptur frá Benfica fyrir 85 milljónir evra fyrir þremur árum. 🚨💣 Liverpool first official bid for Florian Wirtz in excess of €100m package with add-ons has been received by Bayer Leverkusen.Club to club negotiations underway, restarting today to get the deal done very soon.Wirtz already told Bayer that he only wants Liverpool. pic.twitter.com/rhVakmBulA— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) May 26, 2025 Romano segir að viðræður á milli Liverpool og Leverkusen hefjist að nýju í dag, í von um að samningar náist mjög fljótt. Þá tekur hann fram að Wirtz hafi þegar tilkynnt vinnuveitendum sínum hjá Leverkusen að hann vilji eingöngu fara til Liverpool. Lothar Matthäus og Dietmar Hamann, fyrrverandi landsliðsmenn Þýskalands, segja að Wirtz muni verða í uppáhaldi hjá stuðningsmönnum Liverpool gangi það eftir að hann fari þangað. „Þetta er stór áskorun fyrir hann. Þetta er ekki bara nýtt félag heldur annað hugarfar og nýtt tungumál. En þetta skref sýnir líka að hann er ekki hræddur. Florian Wirtz hefur hundrað prósent trú á sjálfum sér og hefur efni á því. Ég hef mikla trú á að hann nái langt með Liverpool og í ensku úrvalsdeildinni,“ sagði Matthäus við Sky í Þýskalandi. Hamann, sem er fyrrverandi leikmaður Liverpool, tók undir og sagði Englandsmeistarana einmitt vanta leikmann í stöðu Wirtz fremst á miðjunni, öfugt við kannski Bayern: „Hjá Bayern er Jamal Musiala í 10-stöðunni. Kannski vildi hann ekki deila því hlutverki,“ sagði Hamann og Matthäus bætti við: „Liverpool er ekki enn með leikmann í hans stöðu sem getur breytt leikjum.“
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Íslenski boltinn Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Körfubolti „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Enski boltinn Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Sjá meira