Enski boltinn

Niður­brotinn Klopp í sjokki

Aron Guðmundsson skrifar
Jurgen Klopp í stúkunni á Anfield á sunnudaginn síðastliðinn
Jurgen Klopp í stúkunni á Anfield á sunnudaginn síðastliðinn Vísir/Getty

Jur­gen Klopp, fyrr­verandi þjálfari enska úr­vals­deildar­félagsins Liver­pool, segist í færslu á sam­félags­miðlum núna í morgun vera í sjokki og niður­brotinn vegna at­burðarins í Liver­pool­borg í gær þar sem að maður ók bíl sínum á hóp fólks sem var að fagna Eng­land­meistara­titli Liver­pool.

Fimmtíu og þriggja ára gamall breskur karl­maður hefur verið hand­tekinn í tengslum við at­vikið en alls voru 27 manns fluttir á sjúkra­hús til aðhlynningar, þar af fjögur börn en mikill mann­fjöldi hafði safnast saman í borginni til þess að hylla hetjur Liver­pool liðsins sem stóð uppi sem Eng­lands­meistari í fót­bolta á nýaf­stöðnu tíma­bili.

Klopp, sem var þjálfari Liver­pool yfir níu ára tíma­bil við góðan orðstír, sagðist í yfir­lýsingu á sam­félags­miðlum í morgun vera í sjokki.

„Ég og mín fjöl­skylda erum í sjokki, við erum niður­brotin. Okkar hugsanir og bænir fara til þeirra slösuðu sem og allra þeirra sem urðu fyrir áhrifum af þessu. Þú ert aldrei einn á ferð (e.You´ll ne­ver walk alone),“ segir í færslu Klopp á sam­félags­miðlum.

Klopp var á meðal áhorf­enda á leik Liver­pool og Crys­tal Palace í loka­um­ferð ensku úr­vals­deildarinnar á sunnu­daginn síðastliðinn. Þar sá hann bikarinn fara á loft en þetta var í fyrsta skipti sem hann gerði sér ferð á Anfi­eld, heima­völl liðsins, eftir að hafa látið af störfum.


Tengdar fréttir

Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu

Fjögur börn voru í hópi þeirra sem slösuðust þegar bíl var ekið á hóp fólks í Liverpool í kvöld. Málið er ekki rannsakað sem hryðjuverk. Einn hefur verið handtekinn og lögregla telur hann hafa verið einan að verki.

„Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“

Íslendingur sem var viðstaddur skrúðgöngu til heiðurs knattspyrnuliðinu Liverpool, þar sem bíl var ekið inn í þvögu fólks, segist í áfalli vegna atburðarins. Hún og foreldrar hennar voru steinsnar frá götunni þar sem bílnum var ekið í mannhafið.

Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool

Karlmaður á sextugsaldri er í haldi lögreglunnar í Liverpool eftir að bíl var ekið á fólk. Þetta mun hafa átt sér stað á skrúðgöngu knattspyrnuliðsins Liverpool sem fer fram þessa stundina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×