Enski boltinn

Bein út­sending: Eng­lands­meistara­titlinum fagnað í Liver­pool

Aron Guðmundsson skrifar
Arne Slot gerði Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins.
Arne Slot gerði Liverpool að Englandsmeisturum á sínu fyrsta tímabili sem þjálfari liðsins. Vísir/Getty

Það verður mikið um dýrðir í Liverpoolborg í dag þegar að leikmenn og þjálfarateymi Englandsmeistara Liverpool ferðast um borgina á opinni rútu og fagna Englandsmeistaratitlinum með stuðningsmönnum sínum.

Liverpool varð Englandsmeistari í tuttugasta skipti á nýafstöðnu tímabili. Strákarnir úr Bítlaborginni báru höfuð og herðar yfir keppinauta sína í deildinni og fór svo að þeir enduðu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 84 stig, tíu stigum meira en Arsenal sem endaði í 2.sæti.

Englandsmeistaratitlinum verður fagnað vel og lengi í Liverpoolborg og nú fer í hönd alvöru sigurhátíð, sannkölluð sigur skrúðganga þar sem að stuðningsmönnum liðsins gefst tækifæri til þess að fagna titlinum með leikmönnum og þjálfurum utan Anfield.

Beina útsendingu frá skrúðgöngunni má sjá hér fyrir neðan. Gert er ráð fyrir því að hún fari af stöð klukkan hálf tvö að íslenskum tíma en upphitun er nú þegar hafin:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×