„Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Smári Jökull Jónsson skrifar 27. maí 2025 17:31 Ruben Amorim sést hér tala til stuðningsmanna Manchester United eftir leik liðsins gegn Aston Villa á sunnudag. Vísir/Getty Ruben Amorim lofar að leikmenn verði keyptir til Manchester United fyrir næsta tímabil en segir jafnframt að engin þörf sé á stórum leikmannahópi þar sem félagið verður ekki í Meistaradeildinni. Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“ Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira
Manchester United hefur aldrei gengið jafnilla í ensku úrvalsdeildinni og á nýliðnu tímabili. Félagið endaði í 15. sæti deildarinnar, tapaði átján leikjum og tapið í úrslitaleik Evrópudeildarinnar gegn Tottenham þýðir að félagið verður ekki í Evrópukeppni á næsta ári. Engin Evrópukeppni þýðir færri leikir og knattspyrnustjórinn Ruben Amorim vill vinna með fámennari leikmannahóp á næsta tímabili. „Stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum“ „Við gerum tvær áætlanir, með og án Meistaradeildarinnar. Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp,“ sagði Amorim við blaðamenn í upphafi æfingaferðar liðsins til Malasíu og Hong Kong. „Við getum stjórnað hópnum betur. Við erum með áætlanir um að taka inn nýja leikmenn en stóra markmiðið er að bæta liðið sem við erum með í höndunum, að bæta akademínuna,“ bætti Amorim við. Hann sagði fjárhagsreglur UEFA og ensku úrvalsdeildarinnar einnig hafa sitt að segja. „Við getum ekki gert mjög mikið vegna FFP [Financial Fair Play], jafnvel þó við hefðum náð Meistaradeildinni.“ Amorim er á því að það gæti verið jákvætt að vera ekki með í Meistaradeildinni og þá segir hann mikilvægt að halda fyrirliðanum Bruno Fernandes sem hefur verið orðaður við lið í Sádi Arabíu. „Að vera ekki í Meistaradeildinni gæti verið kostur, að standa okkur betur í deildinni og byggja grunninn fyrir framtíðina. Við þurfum að nýta okkur kostina,“ sem var því næst spurður út í Fernandes. „Þú sérð á frammistöðu hans, leiðtogahæfileikunum og ástríðu hans í leikjum hversu mikilvægt er fyrir okkur að halda honum. Hann vill taka ábyrgð og á að gera það því hann er fyrirliði. Hann er okkur mjög mikilvægur og í því hvernig við sjáum liðið fyrir okkur.“ Ætlar ekki í neitt frí Annars virðist Amorim vera feginn að tímabilið sé á enda en búist er við að fyrstu leikmannakaup félagsins verði tilkynnt á næstu dögum því United er við það að ganga frá samningum við Wolves um kaup á Matheus Cunha. „Það var mikilvægt að ljúka tímabilinu, við þurftum að loka þeim kafla. Ég er spenntur, ég er stressaður og ég vill vinna fram að næsta tímabili Mér finnst ég ekki þurfa að aftengja mig alveg. Við lokuðum þessu tímabili en nú er komið að því nýja og ég er spenntur fyrir því.“ „Ég þarf enga hvíld, ég þarf bara að undirbúa mig fyrir næsta tímabil.“
Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Arsenal eflir miðjuna enn frekar Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Besti ungi leikmaðurinn í Japan í fyrra kominn til Tottenham Everton búið að finna sinn Peter Crouch Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Freyr missir lykilmann fyrir metfé Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Sjá meira