Fyrirliði Man. Utd íhugar alvarlega risatilboð frá Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 30. maí 2025 09:32 Bruno Fernandes hefur verið besti leikmaður Manchester United síðustu ár en gæti verið á förum frá félaginu. Getty/Annice Lyn Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, íhugar nú alvarlega að yfirgefa félagið og samþykkja gríðarhátt tilboð frá Al-Hilal í Sádi-Arabíu. Hann gæti spilað með liðinu á HM félagsliða í júní. Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Virtir miðlar á borð við BBC og The Athletic fjalla um þetta í dag og ljóst að hinn þrítugi Fernandes, sem er með samning við United til 2027 með möguleika á árs framlengingu, virðist tilbúinn að hugsa sér til hreyfings. Fulltrúar Portúgalans munu hafa hitt forráðamenn Al-Hilal á undanförnum dögum til nánari viðræðna, á meðan United-liðið er í ferðalagi sínu í Asíu. Það er líka spurning hvort Fernandes hafi heyrt í vini sínum Jóhanni Berg Guðmundssyni og spurt út í tilveruna í Sádi-Arabíu. Samkvæmt BBC er Manchester United „afslappað“ yfir stöðunni og hugsanlega tilbúið að missa Fernandes, jafnvel þó að hann hafi verið valinn leikmaður ársins fjögur ár í röð og mögulega séð til þess að liðið lenti ekki hreinlega í fallhættu í vetur. Ruben Amorim, sem lýst hafi yfir áhuga á að halda Fernandes, viti vel að með því að selja Fernandes fyrir 80 milljónir punda opnist möguleikar á að endurnýja leikmannahópinn almennilega. Bruno Fernandes’ Manchester United career to date by numbers:290 games 702 chances created 182 goals involvements 98 goals 84 assists 4 POTS awards 2 trophies If this is the end, thank you. 🫡 pic.twitter.com/bG5ddo84DU— SimplyUtd (@SimplyUtd) May 30, 2025 Amorim var spurður út í stöðuna á Fernandes, í Asíuferð United, og svaraði: „Við tölum oft um þetta. Þið sjáið það alveg á frammistöðunni. Þið sjáið það á leiðtogahæfninni. Þið sjáið ástríðuna sem hann hefur fyrir leiknum. Á erfiðum augnablikum er Bruno alltaf sá sem axlar ábyrgð. Hann ætti líka gera það því hann er fyrirliðinn.“ Þó að Fernandes sé einn launahæsti leikmaður United þá er talið að hann myndi tvöfalda laun sín með því að samþykkja að fara til Sádi-Arabíu. Forráðamenn Al-Hilal eru staðráðnir í að sækja stórstjörnu áður en HM félagsliða hefst, þar sem liðið mætir Real Madrid, Red Bull Salzburg og Pachuca frá Mexíkó í riðlakeppninni. Fernandes skoraði 19 mörk í öllum keppnum fyrir United í vetur og hefur alls skorað 98 mörk í 290 leikjum síðan United keypti hann frá Sporting Lissabon í janúar 2020, fyrir 47 milljónir punda.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira