Jadon Sancho, framherji Dortmund, sem hefur farið á kostum í Þýskalandi síðustu tvö tímabil mun að öllum líkindum yfirgefa félagið næsta sumar, ef hann fer ekki frá Þýskalandi í janúar.
Sancho er einn heitasti ungi leikmaðurinn í boltanum í dag og mörg stærstu lið Evrópu eru talin horfa til þessa nítján ára gamla Englendings.
Barcelona, Liverpool, Manchester United og Chelsea renna hýru auga til Sancho en Simon Hughes, blaðamaður The Athletic, fjallar um málið.
Simon Hughes: “I’ve heard quite a few people say that Liverpool need another forward and I can understand that. It’s quite clear that Liverpool would quite like to sign Jadon Sancho. If he was available, Liverpool would have the money to sign him.” pic.twitter.com/2MeiiekBzt
— Anfield Watch (@AnfieldWatch) December 12, 2019
Simon segir að Liverpool standi framar í röðinni en grannar sínir á Englandi, Man. United og Chelsea. Gamla félag Sancho, Man. City, er ekki talið hafa áhuga á að fá Sancho á nýjan leik.
Englendingurinn hefur skorað tíu mörk og gefið ellefu stoðsendingar í öllum keppnum á þessari leiktíð en á síðustu leiktíð skoraði hann tólf mörk og gaf sautján stoðsendingar.
Jadon Sancho 'more likely to join Liverpool' than transfer rivals Man Utd and Chelsea | https://t.co/E5dISdB3ewpic.twitter.com/vZdzCRyMhF
— Mirror Football (@MirrorFootball) December 12, 2019