Xherdan Shaqiri, leikmaður Liverpool, segir að hann sé tilbúinn í þétta leikjadagskrá sem bíður Liverpool-liðsins í desembermánuði.
Kálfameiðsli hafa haldið Shaqiri frá vellinum lengst af á leiktíðinni en Svisslendingurinn er að komast í betra og betra form og skoraði meðal annars í 5-2 sigri á Everton á dögunum.
„Ég er 100% tilbúinn. Augljóslega þurfti ég að æfa í eina eða tvær vikur til þess að verða klár en ég er ánægður og mér líður vel svo ég er tilbúinn,“ sagði Shaqiri í samtali við heimasíðu Liverpool.
YES BIG SHAQ!
— Liverpool FC (@LFC) December 5, 2019
Incredible @trentaa98 ball
Brilliant touch, run and pass from Sadio
Superb finish from @XS_11official
BEAUTIFUL pic.twitter.com/kiMUHBuYAq
„Ég var mjög ánægður að fá tækifæri frá byrjun og ég vildi sýna góða frammistöðu. Ég var mjög ánægður og að skora mark í grannaslagnum er ótrúlegt, eitthvað sem ég mun aldrei gleyma.“
„Ég hlakka til næstu leikja. Mér líður vel og og ég vonast eftir meiru. Allir vita að við eigum marga leiki framundan og allir þurfa að vera klárir. Ég er klárir og allir hinir líka.“
"I was very happy and to come back with a goal in the derby was amazing, [something] I’ll never forget."@XS_11official feels 100% fit and ready to impact our busiest period of the season
— Liverpool FC (@LFC) December 13, 2019
Liverpool mætir Watford í hádegisleiknum á morgun.