Felur ríkislögreglustjóra að skoða viðmiðin eftir frásögn lögreglukonu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. desember 2019 17:03 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Ráðherra vísar í umfjöllun Vísis um lögreglukonu sem fékk ekki að halda áfram í náminu vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið sertral. Lögreglunámið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Ólafía Kristín Norðfjörð.Facebook Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Sú reyndist raunin í tilfelli Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa. Hún hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn og samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við HA frá því í haust. Hún lýsti því í samtali við Vísi að henni hefði verið synjað um inngöngu í starfsnámið á grundvelli þess að hún hafi tekið inn kvíðalyfið sertral þegar hún skilaði umsókninni. Lóu þótti þetta skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafði þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá því í pistli á Facebook-síðu sinni í dag að hún hyggist beina því til ríkislögreglustjóra að skoða þessi viðmið. Áslaug Arna segir að viðmiðin verði að setja í nútímalegra horf. „Mikil vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu hvað varðar andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða. Stigin hafa verið mörg framfaraskref í að auka þjónustu og bjóða upp á fjölbreyttari úrræði til að grípa fólk á fyrsta stigi vandans. Það að þurfa að notast við lyf á einhverjum tímapunkti má ekki verða til þess að viðkomandi njóti ekki sömu tækifæra og aðrir þegar kemur að menntun eða atvinnu,“ skrifar Áslaug, sem sjálf hefur starfað sem lögreglukona. Þá megi ekki gleyma því að löggæslustarfið breytist hratt með nýjum áskorunum og fjölbreytni í greininni enn mikilvægari en áður. „Hér verður að gæta sanngirni. Umsækjendur eiga rétt á einstaklingsbundnu mati hverju sinni. Á það jafnt við hvort lyf séu tekin við kvíða eða þunglyndi, ADHD eða sykursýki, svo dæmi séu nefnd.“ Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem sér um námið sagði í samtali við Vísi í fyrradag að umsóknarferlið væri samkvæmt lögreglulögum, sem og samkvæmt samnorrænum viðmiðum. Þá lagði hann áherslu á að einstaklingur sem fengi synjun um inngöngu í starfsnámið á áðurnefndum grundvelli væri ekki útilokaður frá náminu heldur gæti hann sótt um síðar.Rætt var við Áslaugu Örnu um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan. Heilbrigðismál Lögreglan Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Dómsmálaráðherra hyggst beina því til embættis ríkislögreglustjóra að skoða þau viðmið sem stuðst er við varðandi inngöngu í starfsnám í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri. Ráðherra vísar í umfjöllun Vísis um lögreglukonu sem fékk ekki að halda áfram í náminu vegna þess að hún tekur inn kvíðalyfið sertral. Lögreglunámið fer fram með þeim hætti að á vormisseri 1. árs hefst starfsnám. Sækja þarf sérstaklega um inngöngu í starfsnámið og gangast undir sérstök hæfnispróf. Trúnaðarlæknir lögreglunnar tekur jafnframt við læknisfræðilegum gögnum við umsókn og metur hvort nemar standist þær kröfur sem gerðar eru um líkamlegt og andlegt heilbrigði til að geta hafið starfsnám. Ólafía Kristín Norðfjörð.Facebook Samkvæmt upplýsingum á vef MSL getur saga umsækjanda um kvíðaraskanir verið útilokandi til starfsnámsins. Það dragi verulega úr líkum á því að viðkomandi geti stundað námið með fullnægjandi hætti. Einstaklingar sem þarfnast meðferðar með lyfjum sem hafa „sefjandi áhrif á miðtaugakerfi“ eru einnig útilokaðir frá námi. Sú reyndist raunin í tilfelli Ólafíu Kristínar Norðfjörð, sem iðulega er kölluð Lóa. Hún hefur verið starfandi lögreglukona síðan 1. febrúar síðastliðinn og samhliða því stundað nám í lögreglufræðum við HA frá því í haust. Hún lýsti því í samtali við Vísi að henni hefði verið synjað um inngöngu í starfsnámið á grundvelli þess að hún hafi tekið inn kvíðalyfið sertral þegar hún skilaði umsókninni. Lóu þótti þetta skjóta skökku við, sérstaklega í ljósi vitundarvakningar í samfélaginu um geðheilbrigði – og þess að hún hafði þegar starfað sem lögreglukona svo mánuðum skipti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greinir frá því í pistli á Facebook-síðu sinni í dag að hún hyggist beina því til ríkislögreglustjóra að skoða þessi viðmið. Áslaug Arna segir að viðmiðin verði að setja í nútímalegra horf. „Mikil vitundavakning hefur átt sér stað í samfélaginu hvað varðar andleg veikindi á borð við þunglyndi og kvíða. Stigin hafa verið mörg framfaraskref í að auka þjónustu og bjóða upp á fjölbreyttari úrræði til að grípa fólk á fyrsta stigi vandans. Það að þurfa að notast við lyf á einhverjum tímapunkti má ekki verða til þess að viðkomandi njóti ekki sömu tækifæra og aðrir þegar kemur að menntun eða atvinnu,“ skrifar Áslaug, sem sjálf hefur starfað sem lögreglukona. Þá megi ekki gleyma því að löggæslustarfið breytist hratt með nýjum áskorunum og fjölbreytni í greininni enn mikilvægari en áður. „Hér verður að gæta sanngirni. Umsækjendur eiga rétt á einstaklingsbundnu mati hverju sinni. Á það jafnt við hvort lyf séu tekin við kvíða eða þunglyndi, ADHD eða sykursýki, svo dæmi séu nefnd.“ Ólafur Örn Bragason forstöðumaður Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar sem sér um námið sagði í samtali við Vísi í fyrradag að umsóknarferlið væri samkvæmt lögreglulögum, sem og samkvæmt samnorrænum viðmiðum. Þá lagði hann áherslu á að einstaklingur sem fengi synjun um inngöngu í starfsnámið á áðurnefndum grundvelli væri ekki útilokaður frá náminu heldur gæti hann sótt um síðar.Rætt var við Áslaugu Örnu um málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Hlusta má á viðtalið hér fyrir neðan.
Heilbrigðismál Lögreglan Reykjavík síðdegis Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19 Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15 Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Innlent Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Ekki megi nota vitneskju um lyfjameðferð við kvíða gegn fólki Landssamtökin Geðhjálp sendu frá sér yfirlýsingu síðdegis vegna frétta um að lögreglukonu hafi verið synjuð námsvist við Háskólann á Akureyri vegna lyfjameðferðar við kvíða. 17. desember 2019 17:19
Lögreglukona má ekki læra að verða lögreglukona vegna þess að hún tekur inn kvíðalyf Lögreglukona, sem hóf nám í lögreglufræðum í haust, fær ekki inngöngu í starfsnám við Háskólann á Akureyri vegna þess að hún var að taka inn kvíðalyf þegar hún sendi inn umsóknina. 16. desember 2019 19:15