„Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. desember 2019 20:30 Íslenski hesturinn þolir íslenska veturinn alla jafna vel. Getty/Ingo Gerlach Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum. Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Hallgerður Hauksdóttir, formaður Dýraverndarsamband Íslands, biður þá sem gagnrýnt hafa bændur á Norðurlandi sem misstu hesta í óveðrinu sem geisaði í síðustu viku, að gæta orða sinna. Íslenski hesturinn þoli alla jafna vel að vera úti í íslensku vetrarverði en það veður sem gekk yfir og varð fjölmörgum hestum að bana hafi verið náttúruhamfarir sem lítið sem ekkert hafi verið hægt að gera í. Dæmi voru um að hestar hafi fennt í kaf, líkt og Vísir fjallaði um, í síðustu viku en talið er að tugir hrossa hafi drepist í Húnavatnssýslu í síðustu viku. Óttast er um afdrif fjölmargra hesta sem höfðust úti við í veðrinu. Nokkur umræða hefur skapast á samfélagsmiðlum vegna þess og hafa bændur meðal annars verið sakaðir um að hafa ekki hugað nógu vel að dýrunum. Hestarnir hafi átt að vera inni á meðan óveðrið geisaði. Hallgerður, sem ræddi málið í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag segir slíkt af og frá. Bændur hugi vel að velferð dýra sinna og að íslensku hesturinn sé þannig úr garði gerður að alla jafna eigi að hann að þola íslenska veturinn. „Það er mikið í umræðunni að hestar eigi að vera inni. Það er byggt á misskilningi. Hesturinn okkar er sérhæfður,“ sagði Hallgerður og bætti við að stofninn væri mun eldri en bara þessi þúsund ár sem hesturinn hefur hafst við hér á landi. „Það er mikil hitamyndun í honum þegar hann er að borða og svo er feldurinn afskaplega einangrandi þannig að ef þeir hafa nóg að borða þá fer mjög vel um þá í venjulegum íslenskum vetri,“ sagði Hallgerður. Það veður sem gekk yfir landið hafi hins vegar ekki verið neitt annað en náttúruhamfarir. „Það er bara eins og snjóflóð, það er ekkert hægt að sporna við áhrifum þess. Bæði var þetta mjög blautur snjór og þetta stóð svo lengi. Þá hreinlega fennti niður og jafnvel á stöðum þar sem þeir eru vanir að sækja sér skjól,“ sagði Hallgerður. „Ef það er hugað vel að þeim, þeir hafa gott skjól og fá vel að borða þá líður þeim betur úti heldur en inni,“ bætti hún við. Svona var ástandið í Húnavatnssýslu í síðustu viku.Samsett/Aðsend „Þeir áttu ekki séns“ Veðrið hafi hins vegar verið svo slæmt að enginn hafi gert sér í hugarlund þær afleiðingar sem af því hlutust. „Þeir áttu ekki séns, ekki heldur hestar sem voru vel haldnir, vel fóðraðir,“ sagði Hallgerður. Biður hún þá sem tjáð hafa sig málið að sýna þeim sem lent hafi í því að missa hesta tillitssemi. Tal um að hestar hefðu það betra innandyra væri byggt á vanþekkingu. „Fólk er grátandi og miður sín þarna fyrir norðan. Þetta eru vinsæl dýr sem fólki þykir vænt um. Mig langar að biðja þá sem eru ekki að lenda í þessu að tala um tillitsemi um þetta,“ sagði hún.„Þetta eru slys. Þetta getur gerst og ég get alveg sagt þér það að ef bændur hefðu verið forspáir og haft minnsta grun um að þetta færi svona þá hefðu allir smalað heim. Ég þori að fullyrða það,“ sagði hún að lokum.
Dýr Óveður 10. og 11. desember 2019 Reykjavík síðdegis Veður Tengdar fréttir Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Sjá meira
Vitjaði hestanna eftir að eitthvað ólýsanlegt hnippti í hann Magnús Ásgeir Elíasson, bóndi á bænum Stóru-Ásgeirsá í nálægð við Hvammstanga, segir að það hafi tekið mikið á þegar hann fann merina Freyju á bólakafi í snjó á túninu hjá sér í morgun eftir mikið aftakaveður síðustu daga. 12. desember 2019 22:11
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“