Baráttumál VG að verða að veruleika Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar 3. desember 2019 11:00 Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fæðingarorlof Lilja Rafney Magnúsdóttir Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Stór þáttur í jafnréttisbaráttu og kvenfrelsi hefur verið aukið fæðingarorlof og jafn réttur kynjanna til þess að vera með barni sínu þennan dýrmæta tíma í lífi foreldris og barns. Samfella í fæðingarorlofi og leikskóla er mikið jafnréttis- og velferðarmál sem vinstri menn hafa barist fyrir lengi. Á dögunum fór fram fyrsta umræða á Alþingi um breytingu á fæðingarorlofi. Til stendur að lengja fæðingarorlofið fyrst í tíu mánuði á næsta ári og tólf mánuði árið 2021. Lenging fæðingarorlofsins hefur verið baráttumál Vinstri grænna í mörg ár og það er því virkilega ánægjulegt að nú liggi fyrir stjórnarfrumvarp um málið. Lenging fæðingarorlofsins er mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna, enda hafa ýmsar rannsóknir sýnt að launamunur kynjanna eykst við barneignir. Konur taka auk þess lengra fæðingarorlof en karlar að jafnaði. Á hverju ári frá 2015 hafa í kringum 700 feður ekki tekið neitt fæðingarorlof.Bætum kjör barnafjölskyldna Það er mikilvægt fyrir börn að tengjast báðum foreldrum sínum í frumbernsku og þetta á að koma til móts við með breytingum sem nú liggja fyrir Alþingi. Þannig er sameiginlegur tími sem foreldrar geta deilt sín á milli styttur, en á móti fær hvert foreldri lengri tíma. Þannig lengist tími hvers foreldris í fjóra mánuði á næsta ári og fimm mánuði árið 2021. Sameiginlegur tími foreldra væri þá tveir mánuðir á hverju ári. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er líka eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna og draga úr fátækt barna. Þannig má draga úr því að foreldrar þurfi að taka sér launalaust leyfi eða hætta í vinnu til að brúa bilið. Það getur haft varanleg áhrif á starfsferil foreldrisins sem það gerir og í flestum tilfellum er það móðir barnsins, það er að segja í þeim tilfellum þegar um er að ræða par af gagnstæðu kyni. Það gefur auga leið að þetta hefur frekar áhrif á fólk sem er í viðkvæmri stöðu á vinnumarkaði og er líklegar til að lenda í gildru fátæktar til að byrja með. Ein leið til að brúa þetta bil er einmitt að lengja fæðingarorlofið. Hér eru því slegnar nokkrar flugur í einu höggi. Öll börn fá meiri tíma með foreldrum sínum á þessum fyrstu mánuðum ævinnar, umönnunarbilið er brúað og staða foreldra sem nýta sér fullt fæðingarorlof er jöfnuð.Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar