Hvassahraun sagt betra vegna plássleysis á Keflavíkurflugvelli Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 21:38 Hugsanleg staðsetning stórs innanlands- og millilandaflugvallar í Hvassahrauni, miðað við hugmynd Goldberg Partners. Ráðgjafinn sýnir einnig dæmi um mögulegar viðbótarflugbrautir. Brautarstefnur eru miðaðar við erfiðustu vindáttir. Grafík/Stöð 2, Hafsteinn Þórðarson. Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að erlendir ráðgjafar Icelandair telja að nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni styðji betur við rekstur íslenskra flugfélaga heldur en Keflavíkurflugvöllur. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Stærsti kosturinn við nýjan alþjóðavöll í Hvassahrauni er að þar mætti sameina innanlands- og millilandaflug á einum stað nálægt höfuðborginni, að mati forstjóra Icelandair.Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug Félagið hefur lagt í talsverða vinnu á undanförnum árum með erlendum ráðgjöfum í að kanna fýsileika Hvassahrauns og hvernig best væri að koma þar fyrir flugstöð og flugbrautum og hafa ýmsar útfærslur verið skoðaðar.Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð og flugvöllurinn fjær Reykjanesbraut.Mynd/Goldberg Partners International.Í skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytis, og fylgiskjali um greiningu erlendu ráðgjafanna, má jafnframt sjá fleiri ástæður fyrir því að Hvassahraun er talin betri framtíðarlausn fyrir Icelandair heldur en Keflavíkurflugvöllur. Þannig sýni framtíðaráætlanir ISAVIA um Keflavíkurflugvöll, svokallað masterplan, takmarkaða stækkunarmöguleika. Þar verði hægt að koma fyrir 30 landgönguhliðum. Til að fjölga hliðum frekar þurfi að rífa nýlegar byggingar, eins og flugskýli. Á Hvassahraunsflugvelli sé á móti gert ráð fyrir 42 landgönguhliðum, sem fjölga megi upp í 56 hlið.Áætlanir um framtíðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli miða við að þar verði hægt að koma fyrir allt að þrjátíu landgönguhliðum, mun færri en á flugvelli í Hvassahrauni. Lega flugbrauta og staðsetning bygginga á Keflavíkurflugvelli, eins og flugskýla og þjónustubygginga, eru sagðar takmarka frekari stækkun.Mynd/ISAVIA.Notkun fjarstæða, sem áfram er gert ráð fyrir á Keflavíkurflugvelli, þar sem farþegum er ekið í rútum að flugvélum, lengi tengitíma flugfélaga, auki flækjustig og skaði upplifun farþega, ekki síst yfir vetrartímann. Þá sé hætta á að langvarandi vaxtarverkir á flugvellinum komi óorði á Ísland sem tengimiðju. Niðurstaða ráðgjafanna Landrum & Brown, síðar Goldberg Partners, er að nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni sé betur til þess fallinn að styðja við viðskiptalíkan íslenskra flugfélaga en Keflavíkurflugvöllur. Meðan framtíðarhönnun Keflavíkurflugvallar væru settar ákveðnar skorður yrði flugvöllur í Hvassahrauni hannaður frá grunni með flugstöð sem henti betur tengiflugvelli. Þá bendi gróft kostnaðarmat ráðgjafanna til að nýr flugvöllur í Hvassahrauni yrði ekki mikið dýrari en uppbygging Keflavíkurflugvallar þegar tekið væri tillit til þess að nýta mætti virði þess lands í Vatnsmýrinni sem losnaði við lokun Reykjavíkurflugvallar.Flugvallaskýrsluna og fylgiskjöl má nálgast hér. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Takmarkaðir stækkunarmöguleikar á Keflavíkurflugvelli, sé horft til lengri framtíðar, og flugstöð sem hentar illa tengiflugi, eru meðal ástæðna þess að erlendir ráðgjafar Icelandair telja að nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni styðji betur við rekstur íslenskra flugfélaga heldur en Keflavíkurflugvöllur. Fjallað var um málið í fréttum Stöðvar 2. Stærsti kosturinn við nýjan alþjóðavöll í Hvassahrauni er að þar mætti sameina innanlands- og millilandaflug á einum stað nálægt höfuðborginni, að mati forstjóra Icelandair.Sjá hér: Icelandair vill skoða Hvassahraun fyrir bæði innanlands- og millilandaflug Félagið hefur lagt í talsverða vinnu á undanförnum árum með erlendum ráðgjöfum í að kanna fýsileika Hvassahrauns og hvernig best væri að koma þar fyrir flugstöð og flugbrautum og hafa ýmsar útfærslur verið skoðaðar.Flugvöllur í Hvassahrauni yrði um 20 kílómetra frá miðborg Reykjavíkur. Fjær má sjá álverið í Straumsvík og byggðina í Hafnarfirði. Norðvestur-suðaustur flugbraut er hér sýnd norðan við flugstöð og flugvöllurinn fjær Reykjanesbraut.Mynd/Goldberg Partners International.Í skýrslu stýrihóps samgönguráðuneytis, og fylgiskjali um greiningu erlendu ráðgjafanna, má jafnframt sjá fleiri ástæður fyrir því að Hvassahraun er talin betri framtíðarlausn fyrir Icelandair heldur en Keflavíkurflugvöllur. Þannig sýni framtíðaráætlanir ISAVIA um Keflavíkurflugvöll, svokallað masterplan, takmarkaða stækkunarmöguleika. Þar verði hægt að koma fyrir 30 landgönguhliðum. Til að fjölga hliðum frekar þurfi að rífa nýlegar byggingar, eins og flugskýli. Á Hvassahraunsflugvelli sé á móti gert ráð fyrir 42 landgönguhliðum, sem fjölga megi upp í 56 hlið.Áætlanir um framtíðaruppbyggingu á Keflavíkurflugvelli miða við að þar verði hægt að koma fyrir allt að þrjátíu landgönguhliðum, mun færri en á flugvelli í Hvassahrauni. Lega flugbrauta og staðsetning bygginga á Keflavíkurflugvelli, eins og flugskýla og þjónustubygginga, eru sagðar takmarka frekari stækkun.Mynd/ISAVIA.Notkun fjarstæða, sem áfram er gert ráð fyrir á Keflavíkurflugvelli, þar sem farþegum er ekið í rútum að flugvélum, lengi tengitíma flugfélaga, auki flækjustig og skaði upplifun farþega, ekki síst yfir vetrartímann. Þá sé hætta á að langvarandi vaxtarverkir á flugvellinum komi óorði á Ísland sem tengimiðju. Niðurstaða ráðgjafanna Landrum & Brown, síðar Goldberg Partners, er að nýr millilandaflugvöllur í Hvassahrauni sé betur til þess fallinn að styðja við viðskiptalíkan íslenskra flugfélaga en Keflavíkurflugvöllur. Meðan framtíðarhönnun Keflavíkurflugvallar væru settar ákveðnar skorður yrði flugvöllur í Hvassahrauni hannaður frá grunni með flugstöð sem henti betur tengiflugvelli. Þá bendi gróft kostnaðarmat ráðgjafanna til að nýr flugvöllur í Hvassahrauni yrði ekki mikið dýrari en uppbygging Keflavíkurflugvallar þegar tekið væri tillit til þess að nýta mætti virði þess lands í Vatnsmýrinni sem losnaði við lokun Reykjavíkurflugvallar.Flugvallaskýrsluna og fylgiskjöl má nálgast hér. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Hafnarfjörður Icelandair Keflavíkurflugvöllur Samgöngur Vogar Tengdar fréttir Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27 Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30 Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Fleiri fréttir Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Sjá meira
Icelandair lagt í mikla vinnu við að skoða Hvassahraun Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að þegar horft sé áratugi fram í tímann sé það engin spurning að hagkvæmt sé fyrir þjóðfélagið og ferðaþjónustuna að hafa einn sameiginlegan innanlands- og millilandaflugvöll. 3. desember 2019 13:27
Icelandair vill sameiginlegan innanlands- og alþjóðaflugvöll Það er mat Icelandair Group að best færi á því að rekstur innanlandsflugs og alþjóðaflugs væri á sama flugvelli á suðvesturhorninu til langs tíma litið. 2. desember 2019 14:30
Svona flugvöll vilja ráðamenn Icelandair sjá í Hvassahrauni Ráðamenn Icelandair vilja að Hvassahraun verði áfram skoðað sem framtíðarstaðsetning fyrir millilandaflug, - hagkvæmt verði að hafa sameiginlegan völl fyrir innanlands- og millilandaflug. 2. desember 2019 21:30