Verið að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:30 Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira