Verið að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 4. desember 2019 19:30 Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór. Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira
Óskað hefur verið eftir því að starfslokasamningur Haraldar Johannessen verði tekinn fyrir í fjárlaganefnd Alþingis. Ríkislögreglustjóri fær greiddar 47 milljónir króna eftir starflok. „Mér finnst fullkomnlega eðlilegt að fjárveitingarvaldið skoði þetta. Þetta eru það háar upphæðir. En ég held að það sé líka bara mikilvægt að tala einfaldlega íslensku hér. Mér sýnist menn bara vera að kaupa ríkislögreglustjóra frá embættinu og við þurfum að skoða þetta," segir Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingar og nefndarmaður í fjárlaganefnd, sem hefur óskað eftir því að málið verði tekið upp í nefndinni. Hann gerir ráð fyrir að málið verði tekið fyrir á nefndarfundi á morgun eða á föstudag. Ríkislögreglustjóri lætur af störfum um áramót. Við taka þriggja mánaða ráðgjafastörf fyrir dómsmálaráðuneytið og þá verður hann á fullum launum samkvæmt starfslokasamningi í átján mánuði. Þá á hann þriggja mánaða orlof og síðan biðlaun í sex mánuði. Mánaðarlaunin nema um 1.750 þúsund krónum og heildargreiðslur eru því um 47 milljónir króna. „Þetta er meira en það sem lögregluskóli ríkisins kostar, þetta er svipuð upphæð og við lögðum til að skattrannsóknarstjóri fengi vegna rannsóknar Samherjamálsins," segir Ágúst. Samkvæmt svörum frá fjármálaráðuneytinu er ekki haldið sérstaklega utan um starfslokasamninga sem gerðir eru við opinbera starfsmenn. Umboðsmaður Alþingis hefur gert athugasemd við skort á reglum um starfslokasamninga og samkvæmt lögum um opinbera starfsmenn ber ráðherra að setja reglur þar um. Þær hafa ekki verið settar en í svörum frá fjármálaráðuenyti segir að þær séu nánast tilbúnar og verði kynntar fljótlega. Formaður VR segir óboðlegt að aðrar reglur gildi um obinbera starfsmenn en annað vinnandi fólk. „Af hverju eiga einhverjar sérreglur í samfélaginu að gilda um einhverja forréttindahópa? Svo ég tali nú ekki um pólitíska forréttindahópa," segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Þessu verði mótmælt á Austurvelli um helgina. „Við ætlum að taka þátt í samstöðufundi gegn spillingu á laugardaginn næstkomandi. Og þetta verður væntanlega eitt af þeim málum sem ég reikna með að margir mínir félagaar munu hafa á oddinum þegar þeir rölta niður í bæ," segir Ragnar Þór.
Alþingi Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Hringbraut lokað vegna bílslyss Innlent Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Innlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Engar hvalveiðar Hvals í sumar Innlent „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Innlent Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Innlent Ráku yfirmann herstöðvarinnar á Grænlandi eftir heimsókn Vance Erlent Fleiri fréttir Alvararlegt umferðarslys sunnan Hofsós „Mér finnst þessi tilraun heldur ósmekkleg“ Tifandi tímasprengjur á götum borgarinnar Hringbraut lokað vegna bílslyss Tifandi tímasprengjur, Kári um ósmekklegar tilraunir og stærðfræði-Helgurnar Nemendur fái inn hjá Tækniskólanum Engar hvalveiðar Hvals í sumar Kristrún og Guðmundur leiða áfram flokkinn Aðalsteinn leiðir samráðshóp um öryggis- og varnarmál Nauðgaði barnungri náfrænku sinni margítrekað Bílastæðin fullbókuð um páskana „Tengdamömmumálið“ komið til Persónuverndar Dómur sterabolta mildaður verulega vegna tölvubréfs dómara Ólíklegt að Bandaríkjamenn gefi Íslendingum valið Hefja formlega rannsókn á SVEIT og Virðingu Veiðifélag fær þriggja milljóna sekt vegna innflutnings á seiðum Gaman að fagna 25 ára afmæli í ríkisstjórn Launalausir starfsmenn greiða rafmagnsreikninginn Bílastæðasjóður græddi 270 milljónir á stækkun gjaldsvæðis Enn óvissa á mörkuðum og Kristrún vill flýta sér hægt Rangur maður grunaður um að valda sjónskerðingu á myrku dansgólfi Alþingi komið í páskafrí „Það verður almannavá, dauðsföll munu færast á annað stig“ Bein útsending: Alþjóðasamvinna á krossgötum - Hvert stefnir Ísland? Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Eftirlitsfólk MAST geti ekki fylgst með hverri einustu blóðtöku Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Sjá meira