Ágúst: Fram er besta liðið eins og staðan er í dag Sæbjörn Þór Steinbergsson skrifar 7. desember 2019 15:56 Ágúst var brattur þrátt fyrir tap í dag. vísir/bára „Ég er fyrst og fremst svekktur með fyrstu fimmtán- tuttugu mínúturnar í seinni hálfleiknum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Fram í Olís-deild kvenna. „Við vorum í vandræðum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiks, bæði að finna leiðir framhjá vörn þeirra og svo forum við með aragrúa af færum sem var mjög dýrt.” Fram komst í 6-2 forystu í fyrri hálfleik og Ágúst tók leikhlé á þeim tímapunkti. Valur jafnaði leikinn í kjölfarið, hvað breyttist hjá Val? „Við slökuðum á og fjölguðum sendingum í sókninni. Við hlupum hraðaupphlaup á þær og náðum inn tveimur- þremur ódýrum mörkum. Fyrri hálfleikurinn góður en þetta var erfitt í seinni hálfleiknum.” Lovísa Thompson lék ekki með Val í seinni hálfleik. Ágúst segir að Lovísa hafi meiðst á lokaæfingunni fyrir leik. Hann nefndi einnig að Arna Sif Pálsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir voru fjarverandi vegan meiðsla, stór skörð hoggin í hóp Valskvenna. Ágúst gerir ráð fyrir að þær verði klárar í slaginn eftir jólafrí. Ágúst var að lokum spurður út í muninn á þessum leik og sigri Vals á Fram í október. „Við fórum með 28 slútt, þar af 16 úr mjög góðum færum. Hafdís (Renötudóttir, markvörður Fram) varði frábærlega enda einn besti markmaðurinn á landinu. Það var það sem vóg hvað þyngst. Okkur vantaði einnig framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru of margar sem voru ekki að ná fram sínum besta leik, það er eins og það er. Fram er auðvitað frábært lið, besta liðið eins og staðan er í dag,” sagði Ágúst að lokum. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
„Ég er fyrst og fremst svekktur með fyrstu fimmtán- tuttugu mínúturnar í seinni hálfleiknum,” sagði Ágúst Þór Jóhannsson, þjálfari Vals, eftir tap gegn Fram í Olís-deild kvenna. „Við vorum í vandræðum sóknarlega í upphafi seinni hálfleiks, bæði að finna leiðir framhjá vörn þeirra og svo forum við með aragrúa af færum sem var mjög dýrt.” Fram komst í 6-2 forystu í fyrri hálfleik og Ágúst tók leikhlé á þeim tímapunkti. Valur jafnaði leikinn í kjölfarið, hvað breyttist hjá Val? „Við slökuðum á og fjölguðum sendingum í sókninni. Við hlupum hraðaupphlaup á þær og náðum inn tveimur- þremur ódýrum mörkum. Fyrri hálfleikurinn góður en þetta var erfitt í seinni hálfleiknum.” Lovísa Thompson lék ekki með Val í seinni hálfleik. Ágúst segir að Lovísa hafi meiðst á lokaæfingunni fyrir leik. Hann nefndi einnig að Arna Sif Pálsdóttir og Vigdís Birna Þorsteinsdóttir voru fjarverandi vegan meiðsla, stór skörð hoggin í hóp Valskvenna. Ágúst gerir ráð fyrir að þær verði klárar í slaginn eftir jólafrí. Ágúst var að lokum spurður út í muninn á þessum leik og sigri Vals á Fram í október. „Við fórum með 28 slútt, þar af 16 úr mjög góðum færum. Hafdís (Renötudóttir, markvörður Fram) varði frábærlega enda einn besti markmaðurinn á landinu. Það var það sem vóg hvað þyngst. Okkur vantaði einnig framlag frá fleiri leikmönnum. Það voru of margar sem voru ekki að ná fram sínum besta leik, það er eins og það er. Fram er auðvitað frábært lið, besta liðið eins og staðan er í dag,” sagði Ágúst að lokum.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30 Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Valur - Álftanes | Hörkuleikur að Hlíðarenda Körfubolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Fleiri fréttir Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Engin skoraði meira en Elín Klara Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Valur steinlá gegn Blomberg-Lippe „Tækifæri fyrir aðra að stíga upp og sýna sig“ Bjarni með tíu og KA áfram í toppbaráttu Haukar við toppinn og HM-farar fögnuðu á Selfossi Ákvörðun þjálfarans að taka ekki átján leikmenn: „Hefur ekkert með fjárhagsstöðuna að gera“ Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 24-19 | Heimasigur í Safamýrinni Fram vann fimm marka sigur og liðin hafa því unnið sitthvorn leikinn í vetur. 7. desember 2019 16:30