Veiðigjöld og landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson skrifar 20. nóvember 2019 15:30 Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Sjávarútvegur Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það á að lækka veiðigjöld hér á landi til að styðja við íslenskan sjávarútveg. Ein af rökunum fyrir því og kemur fram í „Frumvarpi til laga um veiðigjald. Eru svo hljóðandi: „Við mat á áhrifum veiðigjalda verður að athuga að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki eru í samkeppni við sjávarútveg í öðrum ríkjum sem og fiskafurðir úr eldi, m.a. lax og tilapíu, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu sjávarafurða.” Í þessu samhengi má benda á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki greiddu eigendum sínum arð uppá 12,3 milljarða króna í fyrra. Tillaga Ríkisstjórnarinnar er því að lækka veiðigjöld til að sjávarútvegsfyrirtækin haldi samkeppnisstöðu sinni á erlendri grundu og um leið halda velli þegar kemur af afkomu til eigenda. Á sama tíma býr íslenskur landbúnaður við tollasamninga við Evrópusambandið sem felur í sér stóraukinn innflutning á landbúnaðarvörum. Evrópskur landbúnaður nýtur gríðarlegra styrkja og nýtur niðurgreiðslu á sinni framleiðslu og uppbyggingu. Eggjabændur, svínabændur og kjúklingabændur njóta engra ríkisstyrkja hér á landi. Þetta eru þær landbúnaðagreinar sem standa algjörlega á eigin fótum í sinni ræktun. Þegar tollasamningar við Evrópusambandið eru skoðaðir þá er um 63% af öllum umsömdum innflutningi svínakjöt, kjúklingakjöt eða unnar kjötvörur úr þeim afurðum. Á sama tíma hafa verið innleiddar reglugerðir frá Evrópusambandinu um aðbúnað og ferla sem krefst þess að bændur þurfa að fjárfesta í endurbótum húsakostum, tækjum og tólum. Það er því vel við hæfi að heimfæra rök Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra til lækkunar á veiðigjöldum á landbúnaðinn og skipta út orðinu veiðigjöld fyrir tollkvóta. Þá myndu rök ráðherra til varnar íslenskum landbúnaði hljóma svo: „Við mat á áhrifum tollkvóta verður að athuga að íslenskur landbúnaður er í samkeppni við landbúnaðí öðrum ríkjum sem og landbúnaðarafurðum frá risafyrirtækjum, auk þess sem verðsamkeppni getur verið við staðgönguvörur. Takmarkaðir möguleikar eru til þess að sækja auknar tekjur við sölu landbúnaðarvara.” Í stjórnarsáttmálanum segir: „Megin markmiðið er að landbúnaður á Íslandi sé sjálfbær og vernd búfjárstofna sé tryggð“. Það er því áhugavert að sjá hvernig nýtt frumvarp Sjávarútvegs- og Landbúnaðarráðherra lítur út í samræmi við gefin loforð og sjálfan stjórnarsáttmálann. Eitt af því sem Kristján Þór leggur til er að auka innfluttning á svínasíðum um 400 tonn. Sem er í raun aðför að íslenskri svínarækt. Meira um það síðar.Höfundur er talsmaður FESK, Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun