Icelandair setur stefnuna á enn meiri sjálfvirkni Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 08:56 Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Vísir/vilhelm Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan. Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Þrátt fyrir aukna sjálfvirknivæðingu í rekstri flugfélaga eru ágætis atvinnuhorfur í greininni að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair. Þó svo að það „séu alltaf sveiflur í þessu eins og við þekkjum“ þá sé gert ráð fyrir vexti til lengri tíma í fluggeiranum. Flugfélagið hefur einsett sér að auka sjálfvirkni í reksti sínum og því fyrirséð að störf hjá flugfélaginu muni breytast. Þau Bogi og Elísabet Helgadóttir, framkvæmdastjóri mannauðsmála hjá Icelandair, ræddu nýja jafnréttisstefnu flugfélagsins á Bítinu í Bylgjunni í morgun. Icelandair ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. Auk þess stendur til að fjölga konum í stjórnunarstöðum, enda er „margsannað að fjölbreytni á vinnustað skilar sér í betri ákvarðanatöku,“ eins og Elísabet komst að orði við Fréttablaðið í morgun. Meðal þess sem drepið er á í nýju stefnunni er að auka enn frekar sjálfvirkni í rekstri félagsins, sem gengið hefur ágætlega að sögn Boga. Sú vinna er þegar hafin og hefur skipulagi Icelandair meðal annars verið breytt í þá átt - „að ná betri árangri,“ eins og Bogi kemst að orði.Sjá einnig: Enginn mun verða skikkaður í hælaskóHann segir að von sé á miklum breytingum í þessum efnum; öll innritun og allt það sem farþeginn gerir verður sjálfvirkara en þekkist nú. „Farþeginn mun gera miklu meira sjálfur í framtíðinni, þannig að þessi partur af ferðalaginu mun breytast,“ segir Bogi og bætir við að því sé fyrirséð að störf muni eitthvað breytast líka.Röðum mun þá fækka væntanlega?„Já, ég held að þú munir ganga í gegnum flugvöllinn vonandi - án þess að fara í röð. Þú þarft ekki að innrita þig, þetta mun verða sjálfvirkara. Stefnan er sett þangað og við erum að sjá það á ýmsum flugvöllum sem eru komnir lengst að þetta orðið talsvert sjálfvirkt,“ segir Bogi. Spjall þeirra Elísabetar við Bítið má heyra hér að neðan.
Bítið Icelandair Jafnréttismál Tækni Tengdar fréttir Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Enginn mun verða skikkaður í hælaskó Icelandair tilkynnti á nýafstöðnu Heimsþingi kvenleiðtoga fyrirheit sín um kynjajafnrétti. Fyrirtækið ætlar meðal annars að fjölga karlflugþjónum og samræma reglur um milli kynja varðandi einkennisfatnað starfsmanna. 21. nóvember 2019 06:00