Hjónin selja bréfin sín í VÍS fyrir 1,5 milljarða Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2019 10:33 Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, hafa verið stærstu einkafjárfestar í VÍS undanfarin ár. VÍSIR/ANTON BRINK Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár. Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar. Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar. Kauphöllin Tryggingar Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30 Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir, stjórnarmaður í VÍS, og Guðmundur Þórðarson, eiginmaður hennar, seldu í morgun allan hlut sinn í tryggingafélaginu. Fyrir viðskiptin áttu hjónin, í gegnum félagið K2B fjárfestingar, 7,25 prósenta hlut í félaginu. Alls var um að ræða rúmlega 141,6 milljónir bréfa sem þau seldu á genginu 11 krónur og er heildarsöluverðið því ríflega 1,56 milljarðar króna. Frá þessu er greint í tilkynningu til Kauphallarinnar í morgun. Eftir því sem Markaðurinn kemst næst voru kaupendur bréfanna breiður hópur fjárfesta og höfðu Fossar markaðir umsjón með viðskiptunum. Svanhildur var um tíma stjórnarformaður VÍS og hafa þau hjónin verið stærstu einkafjárfestarnir í félaginu undanfarin ár. Gustað hefur um stjórn VÍS á undanförnum árum og steig Svanhildur úr sæti stjórnarformanns félagsins í fyrra - vegna „persónulegra mála“ eins og það var orðað í útskýringu VÍS á sínum tíma. Embætti héraðssaksóknara hafði haft kaup þeirra hjóna, auk annarra fjárfesta, á hlut í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009 til skoðunar. Rannsóknin var til komin vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Ráðist var í handtökur og húsleit vegna rannsóknarinnar í fyrrasumar.
Kauphöllin Tryggingar Skeljungsmálið Tengdar fréttir Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15 FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30 Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55 Mest lesið Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent „Sjálfbærni getur líka haft áhrif á stolt starfsmanna“ Atvinnulíf Gengi Icelandair hrapar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu á morgun Sjá meira
Breytingar í stjórn VÍS snerust um völd en ekki stefnu félagsins Enginn efnislegur ágreiningur var innan stjórnar VÍS um stefnu félagsins áður en tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórn í gær og virðast breytingar innan stjórnar eingöngu snúast um völd. 26. október 2018 12:15
FME hóf sérstaka skoðun á hæfi stjórnarmanna í VÍS eftir úrsagnir Fjármálaeftirlitið ákvað í dag að taka hæfi stjórnarmanna í VÍS til sérstakrar skoðunar á grundvelli heimildar í lögum um vátryggingarstarfsemi. Ákvörðin var tekin eftir að tveir stjórnarmenn sögðu sig úr stjórninni vegna trúnaðarbrests. 26. október 2018 18:30
Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. 5. júní 2018 19:55