Handtökur og húsleitir í tengslum við söluna á Skeljungi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. júní 2018 19:55 Salan á Skeljungi til þeirra Svanhildar og Guðmundar og annarra fjárfesta fór fram árið 2008. vísir/pjetur Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi. Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur nú til rannsóknar kaup hjónanna Guðmundar Arnar Þórðarsonar og Svanhildar Nönnu Vigfúsdóttur, ásamt öðrum fjárfestum, í Skeljungi árið 2008 og færeyska olíufélaginu P/F Magn árið 2009. Er rannsóknin komin til vegna kæru sem Íslandsbanki lagði fram árið 2016 en hlutirnir í félögunum voru í eigu Glitnis þegar þeir voru seldir. Fyrst var greint frá málinu á vef Fréttablaðsins en umfangsmiklar aðgerðir fóru fram á fimmtudagsmorgun í tengslum við rannsókn þess sem fjallað var um í kvöldfréttum RÚV. Aðgerðirnar stóðu fram á kvöld og fólu í sér handtökur og húsleitir þar sem hald var lagt á gögn, skjöl og tölvur. Enginn var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna málsins og var þeim sem handteknir voru því sleppt að loknum skýrslutökum. Um var að ræða fyrstu aðgerðir héraðssaksóknara í tengslum við málið og eru eiginlegar rannsóknaraðgerðir embættisins því tiltölulega stutt á veg komnar.Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og eiginmaður hennar, Guðmundur Örn Þórðarson, keyptu ásamt öðrum fjárfestum meirihluta í Skeljungi árið 2008.vísir/anton brinkDaginn eftir að ráðist var í aðgerðirnar, það er síðastliðinn föstudag, var tilkynnt um það að Svanhildur Nanna léti af stjórnarformennsku í VÍS. Hún situr þó áfram í stjórninni en í yfirlýsingu sem hún sendi RÚV í kvöld vegna málsins segir hún kaupin hafa borið að með eðlilegum hætti: „Kaup okkar á hlutum í umræddum félögum bar að með eðlilegum hætti og við teljum einsýnt, að opinber rannsókn á viðskiptunum muni eyða öllum vafa um réttmæti þeirra. Við höfum veitt fulltrúum héraðssaksóknara allar þær upplýsingar sem þeir hafa óskað eftir og munum áfram aðstoða þá við rannsóknina. Við höfum að eigin frumkvæði greint Fjármálaeftirlitinu frá henni, stjórnendum og regluvörðum þeirra skráðu félaga sem við tökum þátt í að stýra. Rétt er að árétta, að þau félög tengjast rannsókninni ekki á nokkurn hátt. Við munum áfram sitja í stjórnum félaganna, en Svanhildur Nanna ákvað að láta öðrum eftir stjórnarformennsku í VÍS hf. á meðan rannsóknin stendur yfir. Við væntum þess að málið fái skjóta meðferð og rannsóknin gangi hratt fyrir sig,“ segir í yfirlýsingunni en hjónin Svanhildur og Guðmundur eru á meðal stærstu hluthafa í VÍS. Salan á Skeljungi og P/F Magn var skoðuð hjá bankanum sjálfum eftir að Glitnir varð að Íslandsbanka þar sem grunur lék á að starfsmenn bankans hefðu hagnast óeðlilega mikið á sölum í hlutum í félögunum og að þau hefðu verið seld á undirverði. Sú skoðun bankans leiddi hins vegar ekkert grunsamlegt í ljós en Íslandsbanki ákvað engu að síður að taka málið upp aftur fyrir tveimur árum og kæra þrjá einstaklinga sem henni tengdust til lögreglu, að því er segir í frétt RÚV. Þar kemur jafnframt fram að sá sem hélt utan um söluna hjá Glitni hafi verið Einar Örn Ólafsson sem síðar var ráðinn forstjóri Skeljungs af þeim Svanhildi og Guðmundi.
Mest lesið Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira