Fjölmörg dæmi að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Stefán Ó. Jónsson skrifa 23. nóvember 2019 13:47 Ólafur Stephensen er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen. Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Fjölmörg dæmi eru um að fyrirtæki hafi flúið Reykjavík vegna fasteignaskatts á atvinnuhúsnæði að sögn framkvæmdastjóra Félags atvinnurekenda. Sex af tólf stærstu sveitarfélögum landsins hyggjast lækka þessa skattheimtu fyrir næsta ár. Þetta er fagnaðarefni að mati Félags atvinnurekenda, sem barist hefur fyrir lækkuninni frá árinu 2016. „Við fórum af stað í þessa baráttu, sem hefur verið linnulítil undanfarin þrjú ár, þá hafa átta af þessum tólf stærstu lækkað sína fasteignaskatta á atvinnuhúsnæði og við getum verið ánægð með það þó við hefðum auðvitað viljað sjá meiri lækkanir,“ segir Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri FA.Hvers vegna hafið þið lagt svona mikla áherslu á þessa gjaldtöku?„Það er einfaldlega bara vegna þess að útkoman úr þessu kerfi fasteignaskatta er svo ósanngjörn og óréttlát. Skattgreiðslurnar fylgja gjaldstofni sem er fasteignamatið og hefur rokið upp um tugi prósenta án þess að það hafi endilega eitthvað verið að gerast í rekstri eða afkomu fyrirtækjanna sem auðveldar þeim að standa undir þessum gífurlega hækkandi skattgreiðslum.“ Þróun undanfarinna ára og áætlanir fyrir næstu ár bendi til að skattbyrði fyrirtækja í Reykjavík vegna atvinnuhúsnæðis hafi þrefaldast á áratug, frá 2013 til 2023. „Umfram allar eðlilegar viðmiðanir og umfram getu atvinnulífsins til að standa undir þessari byrgði.“ Fyrir vikið hafi fyrirtæki flúið Reykjavík vegna þessarar skattheimtu, um það séu mýmörg dæmi að sögn ÓlafsÞessi barátta ykkar, er hún ekki að grafa undan tekjuöflunarleið fyrir sveitarfélög til að standa undir samneyslunni?„Sveitarfélögin horfa til þess að hafa tekjustofninn áfram í sveitarfélagi. Ef menn ganga of langt í skattheimtunni þá leita fyrirtækin annað og þá hverfa tekjurnar alveg. Þannig að þetta er nú eins og með aðra skattlagningu á atvinnulífið, ef menn vilja að það haldi áfram að búa til verðmæti má ekki ganga of langt af því að þá kyrkja menn gullgæsina,“ segir Ólafur Stephensen.
Húsnæðismál Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira