Rétt forgangsröðun Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 27. nóvember 2019 08:30 Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Fæðingarorlof Steinunn Þóra Árnadóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Í gær lauk umræðu um fjárlög næsta árs. Útgjöld ríkissjóðs verða um eitt þúsund milljarðar á næsta ári. En síðan þessi ríkisstjórn tók við hafa innviðir samfélagsins verið styrktir með því að bæti við þá fjármagni. Hlutverk stjórnvalda er að gefa öllum jöfn tækifæri og bæta lífskjör landsmanna. Fyrir stuttu birtust niðurstöður úr lífskjararannsókn Hagstofunnar. Þar kemur skýrt fram að sú stefna stjórnvalda að efla félagslega húsnæðiskerfið er rétt forgangsröðun. Þar kemur fram að fimmta hvert heimili á leigumarkaði er undir lágtekjumörkum en staða þeirra sem búa í eigin húsnæði er töluvert betri. Það er því ljóst að það er rétt forgangsröðun að auka framlög til stofnstyrkja í almenna íbúðakerfinu, samhliða því að bæta stöðu leigjenda gagnvart leigusölum. Aðgerðir þessarar ríkisstjórnar frá 2017 hafa og munu auka ráðstöfunartekjur þessa hóps. Ef tekið er dæmi af hjónum með 2 börn, annað undir 7 ára og 360 þúsund í tekjur hvort um sig þá munu ráðstöfunartekjur þeirra árið 2021 hafa aukist um 480 þús. krónur á ári miðað við óbreytt kerfi frá árinu 2017 ef teknar eru saman umbætur á barnabótakerfinu og skattkerfisbreytingar. Skattkerfisbreytingarnar eru hluti af Lífskjarasamningunum og koma að nýju á fót þriggja þrepa skattkerfi, með nýju grunnþrepi sem dregur úr skattbyrði tekjulægsta hópsins og eykur með því ráðstöfunartekjur hans.Lenging fæðingarorlofs Þetta er þó ekki það eina sem mun bæta stöðu barnafjölskyldna í landinu, en fyrsta umræða um lengingu fæðingarorlofs fór fram á Alþingi í gær. Til stendur að lengja fæðingarorlofið í tíu mánuði á næsta ári og í 12 mánuði árið 2021. Að brúa bilið milli loka fæðingarorlofs og leikskóla er eitt af því sem mestu máli skiptir til að bæta kjör ungra barnafjölskyldna. Að auki er það mikilvægt skref til að draga úr launamun kynjanna. Alltaf er þó verk að vinna þegar kemur að því hvernig við rekum samfélagið okkar. Þar ætlum við Vinstri græn að halda ódeig áfram.Höfundur er þingkona Vinstri grænna.
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar