Stefnt að nýjum innanlands- og varaflugvelli í Hvassahrauni Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2019 19:31 Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna. Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Stefnt er að byggingu nýs innanlandsflugvallar í Hvassahrauni sem kosta mun um 44 milljarða króna á næstu fimmtán til sautján árum. Jafnframt verður nú þegar ráðist í uppbyggingu Egilsstaðaflugvallar svo hann geti betur þjónað sem varaflugvöllur í millilandaflugi. Stýrihópur á vegum samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skilaði í dag skýrslu um flugvallarkosti á suðvesturhorni landsins þar sem gengið var út frá að tveir flugvellir verði á því svæði. Í megindráttum komst hópurinn að þeirri niðurstöðu að uppbygging alþjóðaflugvallar í Hvassahrauni myndi kosta þrjú til fjögur hundruð milljarða, en innanlandsflugvallar þar, sem jafnframt væri varaflugvöllur fyrir millilandaflug og sinnti æfinga- og kennsluflugi, kostaði um 44 milljarða króna.Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri skrifuðu undir samkomulag í dag sem gerir ráð fyrir að borgin og ríkið standi að nauðsynlegum rannsóknum til byggingar innanlandsflugvallar í Hvassahrauni.„Þetta þýðir það að stefnan er sett á Hvassahraunsflugvöll. Að því gefnu að rannsóknirnar sem nú er búið að gera samkomulag um að fjármagna sýni fram á að það sé vænlegur kostur eins og flest bendir til,“ segir Dagur.Veðurfarsrannsóknir muni alla vega taka tvö ár. Síðan þurfi að skoða vatnsverndarmál, samgöngur og ef niðurstöður verði jákvæðar þurfi að fara í umhverfismat og fleira. „Þannig að þetta er nokkurra ára ferli. Og við segjum í samkomulaginu að á meðan tryggjum við rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri,“ segir borgarstjóri.En ef allt gengur upp reiknar stýrihópurinn með að það taki fimmtán til sautján ár að byggja upp nýjan flugvöll í Hvassahrauni. Borgarstjóri segir það auka trúverðugleika málsins að auk fulltrúa ríkis og borgar hafi fulltrúar stóru flugfélaganna og Ísavía komið að málum. Hann hafi því trú á að flugvöllur hverfi úr Vatnsmýrinni innan tuttugu ára.„Þau lönd sem hafa verið fljótust að þessu hafa drifið upp flugvöll á fimm til sjö árum. Miðað við okkar lagaumhverfi er það of stuttur tími en tuttugu ár eru líka of langur tími,“ segir Dagur B. Eggertsson.Ráðast á nú þegar í tveggja milljarða framkvæmdir við að gera Egilsstaðaflugvöll að varaflugvelli fyrir millilandaflugið en engar áætlanir voru kynntar í þeim efnum fyrir Akureyri. Þá er gengið út frá áframhaldandi uppbyggingu á Keflavíkurflugvelli á næstu árum upp á um 160 milljarða króna.
Akureyri Fljótsdalshérað Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Vogar Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira