Namibískir fjölmiðlar höfðu greint frá því í morgun að forseti landsins. Hage Geingob, hefði haft í hyggju að reka ráðherrana tvo.
Dómsmálaráðherrann fráfarandi heitir Sacky Shangala en sjávarútvegsráðherrann fráfarandi er Bernhardt Esau.
Samherji er miðdepill ásakana um háar mútugreiðslur vegna úthlutunar kvóta á fiskimiðum Namibíu. Fram hefur komið að mútugreiðslurnar nema rúmum milljarði íslenskra króna á árunum 2012 til 2018.
Fram hefur komið að þeir sem þáðu hinar meintu mútugreiðslu séu Esau, Tamson „Fitty“ Hatuikulipi, sem starfaði sem ráðgjafi fyrir Samherja, James Hatukulipi, stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Fishcor og Shangala. Sá fimmti sem nefndur er sem hugsanlegur mútuþegi er Mike Nghipunya, framkvæmdastjóri Fishcor.
BREAKING: Justice minister Sacky Shanghala and fisheries minister Bernhardt Esau have resigned from their Cabinet positions, amid a storm of an international fishing bribery scandal. President Hage Geingob had intended to fire the pair, but the two men have resigned immediately. pic.twitter.com/AI0ewkzbk8
— Namibian Sun (@namibiansun) November 13, 2019