Paolo Macchiarini dæmdur í fangelsi á Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. nóvember 2019 22:30 Paulo Macchiarini. Vísir/afp Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn. Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Ítalski skurðlæknirinn Paolo Macchiarini hefur verið dæmdur í sextán mánaða fangelsi á Ítalíu. Frá þessu er greint á vef sænska ríkisútvarpsins og vísað í fréttaflutning ítalskra miðla. Var Macchiarini meðal annars sakfelldur fyrir að misnota aðstöðu sína og falsa gögn. Macchiarini var dæmdur í fangelsi síðastliðinn föstudag. Brot hans voru framin á árunum 2009 til 2012 þegar hann starfaði við sjúkrahúsið í Flórens. Misnotaði læknirinn aðstöðu sína og falsaði gögn þegar hann framkvæmdi barkaaðgerð á vini sínum, en vinurinn hefði með réttu átt að greiða fyrir aðgerðina þar sem hann var ekki með evrópskt sjúkratryggingakort. Þá var Macchiarini einnig sakfelldur fyrir að falsa biðlista og önnur skjöl þau ár sem hann starfaði í Flórens.Vísað til Macchiarini af íslenskum læknum Árið 2010 hóf Maccharini að starfa við Karolinska-sjúkrahúsið í Stokkhólmi og var það þar sem hann græddi plastbarka í Erítreumanninn Andemariam Beyene árið 2011. Andemariam var vísað til Macchiarini af íslenskum læknum en ítalski læknirinn öðlaðist heimsfrægð við aðgerðina. Tveimur og hálfu ári eftir aðgerðina lést Andemariam. Tveir sjúklingar til viðbótar fengu grædda plastbarka í sig af Macchiarini þegar hann starfaði við Karolinska. Þeir dóu einnig og hafa yfirvöld í Svíþjóð andlát Andemariam og eins annars sjúklings enn til rannsóknar. Saksóknarar í Svíþjóð höfðu áður komist að þeirri niðurstöðu að fella niður mál gegn skurðlækninum þar sem ekki taldist vera hægt að sanna það með óyggjandi hætti að aðgerðirnar hafi leitt til dauða sjúklinganna.Sekur um vísindalegt misferli Árið 2017 komst opinber siðanefnd í Svíþjóð að þeirri niðurstöðu að Macchiarini hefði gerst sekur um vísindalegt misferli við rannsóknirnar á ígræðslunum. Um mitt ár 2018 dró síðan læknatímaritið Lancet til baka tvær vísindagreinar eftir skurðlækninn sem fjölluðu um plastbarkaígræðslur. Andemariam hafði búið á Íslandi og glímdi við krabbamein í barka þegar hann var sendur utan til Svíþjóðar árið 2011. Tómas Guðbjartsson var læknir Andemariam og í hópi meðhöfunda greinanna eftir Macchiarini þar sem fjallað var um rannsóknir á sjúklingum. Rannsóknarnefnd, sem forsvarsmenn Háskóla Íslands og Landspítala skipuðu, rannsakaði þátt íslensku læknanna sem tengjast málinu og skilaði sinni skýrslu í lok árs 2017. Þar kom meðal annars fram að Macchiarini hafi blekkt Tómas til að breyta tilvísun sem hafi vart verið í samræmi við læknalög. Þá hafi Tómas ekki sýnt næga aðgæslu í samskiptum sínum við ítalska skurðlækninn.
Heilbrigðismál Ítalía Plastbarkamálið Svíþjóð Tengdar fréttir Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22 Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21 Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22 Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Tómas sagður á meðal þeirra sjö sem beri ábyrgð á vísindalegu misferli Rektor Karólínska háskólasjúkrahússins segir að málið hafi haft alvarlegar afleiðingar fyrir fræðasamfélagið í heild. 25. júní 2018 15:22
Vísar niðurstöðu rektors Karolinska alfarið á bug Tómas Guðbjartsson segir að þær ákvarðanir sem hann hafi tekið í tengslum við plastbarkamálið hafi verið teknar í góðri trú. 26. júní 2018 10:21
Hefja rannsókn á máli Macchiarini að nýju Saksóknarar í Svíþjóð hafa ákveðið að taka að nýju upp mál ítalska skurðlæknisins Paolo Macchiarini. 11. desember 2018 13:22