Breyta 1850 fermetrum í mínígolf "töfraveröld“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. nóvember 2019 08:00 Sigmar Vilhjálmsson segist vera hálfgalinn að ráða í þetta verkefni, umfangið sé slíkt. Vísir/anton Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan. Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Athafnamaðurinn Sigmar Vilhjálmsson stefnir á að opna nýjan veitinga- og afþreyingarstað í Skútuvogi fyrir upphaf Evrópumótsins í knattspyrnu næsta sumar. Þar ætlar hann og viðskiptafélagar hans að reisa tvo 9 holu mínígolfvelli innandyra, auk veitingasölu og sportbars. Ætlunin sé að bjóða upp stað sem sé breytilegur, geti þannig bæði verði áfangastaður fyrir fjölskyldur sem og íbúa hverfisins að loknum vinnudegi. Sigmar hefur verið iðinn við kolann síðan hann sagði skilið við Hamborgarafabrikkuna og Shake&Pizza í Egilshöll. Til að mynda keypti hann helmingshlut í Hlöllabátum í haust auk þess sem hann vinnur nú að opnun veitingastaðar í Mosfellsbæ.Sigmar segir umsvif síðustu mánaða í takti við þá framtíðarsýn sem hann og viðskiptafélagar sínir hafa þegar kemur að innanhúsafþreyingu á Íslandi. Veðurfarið einfaldlega krefjist þess. „Ég fann það þegar ég var í keiluhöllinni hvað það var kærkomið að vera með góða afþreyingu innandyra fyrir fjölskyldur, vinahópa og annað. Það vantar fleiri valkosti,“ segir Sigmar. Hann segir mínígolfvellina í Skútuvogi, sem verða í húsnæði sem Vodafone nýtti áður, þó ekki vera eins og hina hefðbundnu velli sem finna má fyrir utan sundlaugar landsins. Mikið sé lagt í hverja og eina braut og lýsir Sigmar þeim sem „stórkostlegum sviðsmyndum. Það er eins og þú sért að labba inn í töfraveröld á hverjum velli fyrir sig.“Staðurinn verður við Skútuvog 2, þar sem Vodafone var áður til húsa.Spilað í gegnum Hallgrímskirkju Rýmið er alls 1850 fermetrar og segir Sigmar að gengið hafi verið frá samningi við fasteignafélagið Reginn um leigu á húsnæðinu fyrir nokkrum dögum. Nú sé unnið að hönnun staðarins, t.a.m. m.t.t. bruna- og flóttaleiða. Því sé „heilmikil vinna“ fyrir höndum, þó svo að búið sé að hanna mínígolfbrautirnar sjálfar. Þær verða svo byggðar á staðnum. Aðspurður um hönnun brautanna segir Sigmar að einn völlurinn verði uppsettur eins og Hallgrímskirkja, en ætlunin sé að vinna með íslensk kennileiti. Hann segir staðinn ætlaðan Íslendingum, þó svo að ferðamönnum sé að sjálfsögðu velkomið að líta við. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og þetta er auðvitað mjög stórt verkefni. Þannig að maður er svolítið galinn að fara „all-in“ í þessu,“ segir Sigmar sem vonast til að hægt verði að opna staðinn fyrir EM næsta sumar. Viðtal hans við Reyjavík síðdegis má heyra hér að neðan.
Neytendur Reykjavík Veitingastaðir Tengdar fréttir Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50 Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Sigmar og Vilhelm breyta banka í veitingastað og bar Viðskiptafélagarnir Sigmar Vilhjálmsson og Vilhelm Einarsson breyta Arion banka húsnæði í Barion. 3. október 2019 22:50
Sigmar kaupir hálfan Hlölla Sigmar Vilhjálmsson hefur keypt helmingshlut í skyndabitakeðjunni Hlöllabátum. 16. október 2019 16:15