Íslendingurinn sem Skotar fengu til að minnast þjóðskáldsins Þórir Guðmundsson skrifar 17. nóvember 2019 20:00 Í dómkirkju skosku þjóðkirkjunnar í Edinborg, St. Giles kirkjunni, sem hundruð manna heimsækja daglega, er mikilfenglegur steindur gluggi til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Flestum kemur á óvart, þegar þeir lesa kynningarspjald undir glugganum, að höfundur þessa minnisvarða um þjóðskáldið er Íslendingur, Leifur Breiðfjörð. Leifur var fyrir rúmum 35 árum fenginn til að hanna gluggann eftir viðamikla leit Burns félagsins – félags áhugamanna um að halda uppi minningu Bruns – og þjóðkirkjunnar að listamanni sem gæti fangað mikilvægi Burns fyrir skosku þjóðina. Listaverk Leifs er tilkomumikill steindur gluggi, sem blasir við vegfarendum nálægt skoska þinghúsinu neðarlega á konungsmílunni, The Royal Mile.Mikil ánægja með gluggann Dómkirkjupresturinn segir mikla ánægju vera með gluggann. „Við erum mjög stolt af þessu listaverki,“ segir Calum MacLeod dómkirkjuprestur. „Það er til marks um að þetta er lifandi kirkja að við fengum lifandi listamann til þess að vinna svona fallegt listaverk. Það eru til styttur af Robert Burns en það undirstrikar mikilvægi lífs og starfs Burns fyrir Skota að þetta listaverk skuli vera hér í skosku þjóðardómkirkjunni.“ Robert Burns fæddist 1759 og lést aðeins 37 ára að aldri. En á stuttri ævi hafði hann svo mikil áhrif á Skota, með ljóðum sínum og lífi, að fæðingardagur hans, 25. janúar, er óopinber þjóðhátíðardagur Skotlands, kallaður Burns Night.Steindi glugginn eitt helsta aðdráttaraflið Leifur og kona hans Sigríður G. Jóhannsdóttir, heimsækja stundum Skotland og fara þá gjarnan í St. Giles dómkirkjuna. Þegar þau heimsóttu kirkjuna nýlega var fjöldi ferðamanna sem koma í kirkjuna orðinn slíkur að prestar á eftirlaunum höfðu verið fengnir til að leiða ferðamenn um inni í henni. Helsta aðdráttaraflið er steindi glugginn hans Leifs. En hvernig kom það til að Skotar fengu íslenskan listamann til að gera minningarglugga um þjóðskáld sitt? Í byrjun 9. áratugarins, tóku Burns félagið og skoska þjóðkirkjan sig saman um að láta gera slíkan glugga í staðinn fyrir annan sem var farinn að skemmast. Samið var um að Burns félagið myndi greiða kostnað við verkið, sem mikil áhersla var lögð á að ætti að gera mikilvægi hans fyrir Skotland góð skil. Ekki var sjálfgefið að minnast Roberts Burns í kirkju, því honum var alla tíð uppsigað við kirkjuna, sem þótti lítið koma til hans kvennamála. Þetta var því viðkvæmt verk sem ákveðið var að vinna og það skipti máli að listamaðurinn væri vel að sér um Burns.Alþjóðleg samkeppni Alls tóku um 50 listamenn þátt í samkeppni um tillögu að glugganum. Tillögum þeirra var öllum hafnað. Leifur hafði ákveðið að taka ekki þátt í samkeppninni því honum fannst að þetta verk hlyti skoskur listamaður að vinna. Þá leituðu kirkjan og Burns félagið til tíu listamanna, sem höfðu ekki tekið þátt í útboðinu, þeirra á meðal til Leifs. „Þeir völdu mig úr ásamt frönskum listamanni til að koma til Edinborgar og tala við þá,“ segir Leifur. „Eftir það báðu þeir mig um að gera tillögu að verkinu, sem ég gerði. Þeir samþykktu það verk.“ Tillagan var þrískiptur steindur gluggi. Neðsti hlutinn er tileinkaður „manninum og náttúrunni.“ Í honum er vísan í kvæði Burns „To a mouse“. Um þennan hluta verksins segir Sigríður: „Burns var að plægja akur í desember þegar hann varð var við mús og fjölskyldu hennar og sá hvernig plógurinn færðist nær og nær vetrarbýli hennar þar. Það er stundum vísað í þetta kvæði sem baráttu þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu við þá sem ráða.“Leifur og Sigríður í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg. Fyrir aftan þau er steindi glugginn sem Leifur gerði 1985 og er enn í dag eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar.Í þessum neðsta hluta er mynd af Burns, þar sem sést í hnakka hans líta út úr kirkjunni, og undir henni undirskrift hans, eins og hún var í einu af síðustu bréfunum sem hann skrifaði bróður sínum. Þessi þriðjungur verksins einkennist af grænum lit, sem er tenging í ástríðu Burns fyrir náttúru Skotlands. „Hann var nú ekki kirkjunnar maður,“ segir Leifur. „Þannig að mér datt í hug að það væri nú best að láta hann bara horfa út, þannig að það sæist aftan á höfuðið á honum.“ Fyrir miðju er lögð áhersla á bræðralag manna, enda var Burns uppi á dögum frönsku byltingarinnar með slagorði sínu um frelsi, jafnrétti, bræðralag. Efsti þriðjungurinn er tileinkaður ástarljóðum og söngvum Burns með tengingu í ljóð hans „My love is like a red, red rose.“ Glugginn er á vesturhlið kirkjunnar og um eftirmiðdag, þegar sólin skín, þá lýsir hún í gegnum gluggann svo hann glóir og rauðar glerkúlur í efsta lagi gluggans senda ljósgeisla sína um alla kirkjuna. „Mitt hlutverk var eiginlega að halda utan um verkið,“ segir Sigríður, kona Leifs, sem er einnig listamaður og hefur meðal annars unnið með myndvefnað og kirkjuskreytingar.Sættu Burns félagið og kirkjuna „Þegar við komum fyrst til Edinborgar þá var mikið um fundahöld, frá morgni til kvölds. Það voru tvær nefndir, frá Burns félaginu og frá kirkjunni og þær töluðu ekki saman.“ Á fundi með þremur alvörugefnum karlmönnum frá Burns félaginu í Edinborg var ísinn brotinn þegar Leifur og Sigríður lögðu fram frumdrög að verkinu. „Þeir gerðust síðan algjörir velgjörðarmenn okkar,“ segir Sigríður. „Þegar við vorum sótt af fundinum þá vorum við spurð, „Hvað hafið þið gert? Þið hafið snúið við öllu dæminu.“ Þannig varð listaverkið – sem enn var bara til í teikningu – til þess að fulltrúar Burns félagsins og skosku þjóðkirkjunnar sættust og fóru að vinna að því að raungera hugmyndir Leifs. Glugginn var síðan vígður við mikla athöfn í júní 1985, að viðstöddum um 2.500 manns. Um morguninn hafði verið önnur athöfn í kirkjunni, drottningarmessa að viðstaddri Elísabetu II drottningu Bretlands.Báðu Leif og Sigríði að koma aftur Leifur og Sigríður fara enn í dag annað veifið til Skotlands og fara þá gjarnan í St. Giles kirkjuna og njóta þar kyrrðar og fegurðar þessarar 900 ára gömlu kirkjubyggingar. Gler endist nánast að eilífu, nema vegna mengunar nú á dögum, sem veldur tæringu yfir langan tíma. Það má því gera ráð fyrir því að steindi glugginn um Burns muni endast lengi og kannski um aldir. Í nýlegri heimsókn til kirkjunnar sögðu Leifur og Sigríður prestum kirkjunnar frá glugganum, meðal annars frá því hvers vegna Burns liti út um gluggann og því sæist bara í hnakkann á honum. „Þeir skildu aldrei í því að þeir sáu aldrei neitt nef eða andlitið og höfðu ekki fattað að þarna er séð aftan á Burns,“ segir Leifur og brosir í kampinn. „Alls konar hlutir komu í ljós þannig að þeir sendu okkur tölvupóst og báðu okkur að koma aftur.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Leif og Sigríði í heild sinni. Íslendingar erlendis Skotland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Í dómkirkju skosku þjóðkirkjunnar í Edinborg, St. Giles kirkjunni, sem hundruð manna heimsækja daglega, er mikilfenglegur steindur gluggi til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Flestum kemur á óvart, þegar þeir lesa kynningarspjald undir glugganum, að höfundur þessa minnisvarða um þjóðskáldið er Íslendingur, Leifur Breiðfjörð. Leifur var fyrir rúmum 35 árum fenginn til að hanna gluggann eftir viðamikla leit Burns félagsins – félags áhugamanna um að halda uppi minningu Bruns – og þjóðkirkjunnar að listamanni sem gæti fangað mikilvægi Burns fyrir skosku þjóðina. Listaverk Leifs er tilkomumikill steindur gluggi, sem blasir við vegfarendum nálægt skoska þinghúsinu neðarlega á konungsmílunni, The Royal Mile.Mikil ánægja með gluggann Dómkirkjupresturinn segir mikla ánægju vera með gluggann. „Við erum mjög stolt af þessu listaverki,“ segir Calum MacLeod dómkirkjuprestur. „Það er til marks um að þetta er lifandi kirkja að við fengum lifandi listamann til þess að vinna svona fallegt listaverk. Það eru til styttur af Robert Burns en það undirstrikar mikilvægi lífs og starfs Burns fyrir Skota að þetta listaverk skuli vera hér í skosku þjóðardómkirkjunni.“ Robert Burns fæddist 1759 og lést aðeins 37 ára að aldri. En á stuttri ævi hafði hann svo mikil áhrif á Skota, með ljóðum sínum og lífi, að fæðingardagur hans, 25. janúar, er óopinber þjóðhátíðardagur Skotlands, kallaður Burns Night.Steindi glugginn eitt helsta aðdráttaraflið Leifur og kona hans Sigríður G. Jóhannsdóttir, heimsækja stundum Skotland og fara þá gjarnan í St. Giles dómkirkjuna. Þegar þau heimsóttu kirkjuna nýlega var fjöldi ferðamanna sem koma í kirkjuna orðinn slíkur að prestar á eftirlaunum höfðu verið fengnir til að leiða ferðamenn um inni í henni. Helsta aðdráttaraflið er steindi glugginn hans Leifs. En hvernig kom það til að Skotar fengu íslenskan listamann til að gera minningarglugga um þjóðskáld sitt? Í byrjun 9. áratugarins, tóku Burns félagið og skoska þjóðkirkjan sig saman um að láta gera slíkan glugga í staðinn fyrir annan sem var farinn að skemmast. Samið var um að Burns félagið myndi greiða kostnað við verkið, sem mikil áhersla var lögð á að ætti að gera mikilvægi hans fyrir Skotland góð skil. Ekki var sjálfgefið að minnast Roberts Burns í kirkju, því honum var alla tíð uppsigað við kirkjuna, sem þótti lítið koma til hans kvennamála. Þetta var því viðkvæmt verk sem ákveðið var að vinna og það skipti máli að listamaðurinn væri vel að sér um Burns.Alþjóðleg samkeppni Alls tóku um 50 listamenn þátt í samkeppni um tillögu að glugganum. Tillögum þeirra var öllum hafnað. Leifur hafði ákveðið að taka ekki þátt í samkeppninni því honum fannst að þetta verk hlyti skoskur listamaður að vinna. Þá leituðu kirkjan og Burns félagið til tíu listamanna, sem höfðu ekki tekið þátt í útboðinu, þeirra á meðal til Leifs. „Þeir völdu mig úr ásamt frönskum listamanni til að koma til Edinborgar og tala við þá,“ segir Leifur. „Eftir það báðu þeir mig um að gera tillögu að verkinu, sem ég gerði. Þeir samþykktu það verk.“ Tillagan var þrískiptur steindur gluggi. Neðsti hlutinn er tileinkaður „manninum og náttúrunni.“ Í honum er vísan í kvæði Burns „To a mouse“. Um þennan hluta verksins segir Sigríður: „Burns var að plægja akur í desember þegar hann varð var við mús og fjölskyldu hennar og sá hvernig plógurinn færðist nær og nær vetrarbýli hennar þar. Það er stundum vísað í þetta kvæði sem baráttu þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu við þá sem ráða.“Leifur og Sigríður í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg. Fyrir aftan þau er steindi glugginn sem Leifur gerði 1985 og er enn í dag eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar.Í þessum neðsta hluta er mynd af Burns, þar sem sést í hnakka hans líta út úr kirkjunni, og undir henni undirskrift hans, eins og hún var í einu af síðustu bréfunum sem hann skrifaði bróður sínum. Þessi þriðjungur verksins einkennist af grænum lit, sem er tenging í ástríðu Burns fyrir náttúru Skotlands. „Hann var nú ekki kirkjunnar maður,“ segir Leifur. „Þannig að mér datt í hug að það væri nú best að láta hann bara horfa út, þannig að það sæist aftan á höfuðið á honum.“ Fyrir miðju er lögð áhersla á bræðralag manna, enda var Burns uppi á dögum frönsku byltingarinnar með slagorði sínu um frelsi, jafnrétti, bræðralag. Efsti þriðjungurinn er tileinkaður ástarljóðum og söngvum Burns með tengingu í ljóð hans „My love is like a red, red rose.“ Glugginn er á vesturhlið kirkjunnar og um eftirmiðdag, þegar sólin skín, þá lýsir hún í gegnum gluggann svo hann glóir og rauðar glerkúlur í efsta lagi gluggans senda ljósgeisla sína um alla kirkjuna. „Mitt hlutverk var eiginlega að halda utan um verkið,“ segir Sigríður, kona Leifs, sem er einnig listamaður og hefur meðal annars unnið með myndvefnað og kirkjuskreytingar.Sættu Burns félagið og kirkjuna „Þegar við komum fyrst til Edinborgar þá var mikið um fundahöld, frá morgni til kvölds. Það voru tvær nefndir, frá Burns félaginu og frá kirkjunni og þær töluðu ekki saman.“ Á fundi með þremur alvörugefnum karlmönnum frá Burns félaginu í Edinborg var ísinn brotinn þegar Leifur og Sigríður lögðu fram frumdrög að verkinu. „Þeir gerðust síðan algjörir velgjörðarmenn okkar,“ segir Sigríður. „Þegar við vorum sótt af fundinum þá vorum við spurð, „Hvað hafið þið gert? Þið hafið snúið við öllu dæminu.“ Þannig varð listaverkið – sem enn var bara til í teikningu – til þess að fulltrúar Burns félagsins og skosku þjóðkirkjunnar sættust og fóru að vinna að því að raungera hugmyndir Leifs. Glugginn var síðan vígður við mikla athöfn í júní 1985, að viðstöddum um 2.500 manns. Um morguninn hafði verið önnur athöfn í kirkjunni, drottningarmessa að viðstaddri Elísabetu II drottningu Bretlands.Báðu Leif og Sigríði að koma aftur Leifur og Sigríður fara enn í dag annað veifið til Skotlands og fara þá gjarnan í St. Giles kirkjuna og njóta þar kyrrðar og fegurðar þessarar 900 ára gömlu kirkjubyggingar. Gler endist nánast að eilífu, nema vegna mengunar nú á dögum, sem veldur tæringu yfir langan tíma. Það má því gera ráð fyrir því að steindi glugginn um Burns muni endast lengi og kannski um aldir. Í nýlegri heimsókn til kirkjunnar sögðu Leifur og Sigríður prestum kirkjunnar frá glugganum, meðal annars frá því hvers vegna Burns liti út um gluggann og því sæist bara í hnakkann á honum. „Þeir skildu aldrei í því að þeir sáu aldrei neitt nef eða andlitið og höfðu ekki fattað að þarna er séð aftan á Burns,“ segir Leifur og brosir í kampinn. „Alls konar hlutir komu í ljós þannig að þeir sendu okkur tölvupóst og báðu okkur að koma aftur.“Hér fyrir neðan má sjá viðtalið við Leif og Sigríði í heild sinni.
Íslendingar erlendis Skotland Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira