Hvað dvelur orminn langa? Hjálmar Jónsson skrifar 18. nóvember 2019 14:12 Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlalög Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Rannsókn lögreglunnar í Keflavík á Geirfinnsmálinu Valtýr Sigurðsson skrifar Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Sjá meira
Undanfarnir dagar hafa sýnt svo ekki verður um villst mikilvægi starfsemi fjölmiðla fyrir lýðræðið sem fánabera tjáningarfrelsins og að enginn annar aðili getur gegnt því hlutverki sem þeir gegna hvað snertir eftirlit og aðhald að valdinu í samfélaginu. Einkum er það ánægjulegt að sjá hversu vel hefur tekist til þegar einkareknir fjölmiðlar og fjölmiðlar reknir fyrir almannafé taka höndum saman og koma upp um ömurlegar meinsemdir í íslensku samfélagi með vandaðri og ítarlegri rannsóknarvinnu svo mánuðum skiptir. Það undirstrikar hversu mikilvægt það er að fjölmiðlar séu fjárhagslega öflugir og að ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra sé virt í hvívetna. Ég finn fyrir velvild í íslensku samfélagi gagnvart fjölmiðlum og auknum skilningi á því mikilvæga hlutverki sem blaða- og fréttamenn hafa að gegna. Ég verð ekki síst var við það í tengslum við yfirstandandi kjaradeilu Blaðamannafélagsins við viðsemjendur sína, sem kosið hafa sér verustað innan Samtaka atvinnulífsins. Fjölmiðlar og fjölmiðlarekstur eiga sannarlega undir högg að sækja á sama tíma og þörfin fyrir vandað efni framleitt af sjálfstæðum fjölmiðlum hefur kanski aldrei verið meiri. Þar ræður tækniþróun síðustu tveggja áratuga mestu, sem hefur gert það að verkum að tekjumódel fjölmiðla er í molum. Miklu skiptir að hið opinbera komi að málum með myndarlegum hætti til að tryggja öfluga samkeppni á fjölmiðlamarkaði, að minnsta kosti á meðan fjölmiðlar eru að fóta sig í þessu nýja umhverfi. Því vekur það furðu að vandað frumvarp menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla skuli ekki enn komið fram á Alþingi. Langt er síðan drög að frumvarpinu voru kynnt í samráðsgátt stjórnvalda og bárust við það nærfellt þrír tugir athugasemda. Óskiljanlegt er að frumvarpið sé ekki enn komið fram í ljósi þess að málið er brýnt og afdráttarlausra fyrirheita stjórnvalda um stuðning við einkarekna fjölmiðla, m.a. í stjórnarsáttmálanum. Afdrif frumvarps um uppljóstrara er með mun jákvæðari hætti. Styttra er síðan það var kynnt í samráðsgátt stjórnvalda, en það var lagt fram í þinginu fyrrihluta nóvember og var vísað til allsherjar- og menntamálanefndar eftir fyrstu umræðu um miðjan mánuðinn. Miklu skiptir að það frumvarp fái góðan framgang og um það skapist góður friður. Atburðir síðustu daga hafa sýnt og sannað mikilvægi þess að það verði að lögum. Í samráðsgáttina barst aðeins ein umsögn; frá Samtökum atvinnulífsins, sem leggjast eindregið gegn samþykkt frumvarpsins. Kannski er það tímana tákn?!Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun