Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung Erla Björg Gunnarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 3. nóvember 2019 19:00 Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar. Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Íslensk börn hafa aldrei verið jafn þung. Offita hefur aukist verulega síðustu fimm ár og sýna nýjustu mælingar að sex prósent grunnskólabarna séu með sjúkdóminn offitu. Börn í fyrsta, fjórða, sjöunda og níunda bekk eru vigtuð hjá skólahjúkrunarfræðingi á hverju ári og samkvæmt nýjustu mælingum er tæplega fjórðungur barna sem var vigtaður síðasta vetur í ofþyngd og þar af eru sex prósent með offitu. Offita barna hér á landi hefur aukist verulega síðustu fimm ár eða frá fyrstu samræmdu mælingum árið 2014. Farið verður ítarlega yfir þróunina í fyrsta þætti af Kompás sem frumsýndur er á Vísi í fyrramálið.Tryggvi Helgason, læknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsinsvísir/nadine„Þetta er frekar stórt vandamál. Samanborið við Norðurlöndin þá erum við með frekar hátt hlutfall af börnum sem eru með offitu. Þau eru núna í kring um sex prósent, sem er mjög hátt hlutfall í rauninni, þetta eru yfir þrjú þúsund börn á landsvísu,“ segir Tryggvi Helgason, barnalæknir í Heilsuskóla Barnaspítala Hringsins. „Börn sem verða of feit í æsku eru miklu líklegri til að halda áfram að þróa það vandamál með sér þegar þau eldast og líklegri til að þróa með sér sjúkdóma í framtíðinni,“ segir Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarna hjá Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. „Við höfum greint börn með fitulifur sem tengist væntanlega þeirra orkubirgðastöðu, við sjáum mjög reglulega börn með vandamál í sykurkerfinu hjá sér og það eru margir sem hafa álag á liðakerfi,“ segir Tryggvi. Ása Lórensdóttir, fagstjóri heilsuverndar skólabarnaÍ dag er staðan þannig að 4% sex ára barna eru með offitu eða tæplega tvö hundruð börn. Offita eykst eftir því sem börnin eldast og eru 5-6% níu ára barna með offitu, hátt í þrjú hundruð börn - að minnsta kosti eitt barn í hverjum skólabekk. Drengirnir taka fram úr stúlkunum við tólf ára aldurinn, þá eru 174 drengir með offitu. Tölurnar eru hæstar þegar kemur að fjórtán ára drengjum. Tíundi hver drengur í 9. bekk er með offitu eða 210 strákar. Viðmælendurnir í Kompás benda öll á að samfélagið beri ábyrgð á stöðunni. Nánar er rætt við fagaðila sem vinna með börnunum í þættinum. „Þá er ekki rétt stilling á samfélagi að svona hátt hlutfall barna sé með óþarflega miklar birgðir. Börn eiga ekki að vera með svona hátt hlutfall af orkubirgðum,“ segir Tryggvi. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku.Í Kompás kynnumst við einnig konum sem voru of þungar í æsku sem segja frá því hvaða áhrif það hefur haft á líf þeirra. Arna Vilhjálmsdóttir, hefur verið of þung frá barnæsku. Hún segist eiga erfitt með að heyra hve mörg börn á grunnskólaaldri eru of feit. „Þessar tölur er sláandi, þær slá mann algjörlega niður. Það fyrsta sem maður hugsar er að enginnætti að ganga í gegn um það sem ég gekk í gegn um," segir Arna sem hefur áhyggjur af stöðunni. „Hvernig í ósköpunum er hægt að stoppa þetta á meðan við erum ennþá svona mikið að fela þetta,“ segir Arna.Ítarlega verður fjallað um offitu barna á Íslandi í fréttaskýringaþættinum Kompás sem frumsýndur verður á Vísi í fyrramálið og á Stöð 2 Maraþoni. Farið verður yfir nýjustu tölur um offitu barna og talað við sérfræðinga sem margir hverjir hafa þungar áhyggjur af stöðunni. Kompás er í umsjón Nadine Guðrúnar Yaghi, Erlu Bjargar Gunnarsdóttur og Jóhanns K. Jóhannssonar.
Börn og uppeldi Heilbrigðismál Kompás Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira