Segir undirskriftir eingöngu snerta helming barna: „Mæður beita líka ofbeldi“ Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. nóvember 2019 20:00 Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra tryggi öryggi og vernd barna í forsjár- og umgengnismálum. Tuttugu konur sem hafa stofnað hreyfinguna Líf án ofbeldis standa fyrir undirskriftarsöfnuninni. Þær segja að reglan sé, frekar en undantekningin, að mæðrum sem greina frá ofbeldi sé ekki trúað og þeim gert ókleift að vernda börnin sín. Þær kalla eftir að sýslumaður hlusti á áhyggjur mæðra en bíði þess ekki að dómur falli yfir ofbeldismanni. Sjá einnig: Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir í fyrsta lagi ekki rétt að beðið sé eftir dómi. „Þannig að ég sé ekki tilganginn með þessu.“ Svar frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu staðfestir orð Dofra. Þar segir að hagsmunir barnsins ráði alltaf þegar úrskurðað er um umgengni barns. Ef ásakanir um ofbeldi komi fram í umgengnismáli sé brugðist við þeim með rannsókn máls, viðtölum, gagnaöflun og umsögn sérfræðings. Í úrskurði geti sýslumaður ákveðið m.a. að jöfn umgengni eigi að fara fram, umgengni sé verulega takmörkuð eða umgengnisréttar njóti ekki við.Hatursfull nálgun Dofri segir óháð því að undirskriftarsöfnunin sé vegna einhvers sem nú þegar er til staðar þá finnist honum undarlegt að farið sé í söfnun til að bjarga helmingi barna úr ofbeldisaðstæðum. „Það er þekkt staðreynd að mæður beita börn ekki síður ofbeldi en undirskriftarlistinn beinist bara að feðrum sem beita ofbeldi. Það er svipað og hópur hvítra foreldra myndi biðja ríkið að bregðast við ofbeldi svartra gegn börnum sínum. Mér finnst þetta hatursfull nálgun. Mér finnst Líf án ofbeldis vera meira upptekin af hatri og ótta sínum á feðrum en ást á börnum." Dofri vísar í nokkrar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Ameríska rannsókn sem gerð var á ofbeldi í nánum samböndum, nýlega danska rannsókn um ofbeldi á börnum og íslenska BA-ritgerð um sama efni. Öll gögn frá Kvennaathvarfinu, Neyðarmóttöku, lögreglu sem hefur afskipti af heimilisofbeldi og svo framvegis sýna aftur á móti skýrt að karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur í nánum samböndum á Íslandi. „Já, þessi gögn sýna það. Ef ég myndi gera könnun á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Melabúð fengi flokkurinn ekki hátt fylgi og VG ekki í Garðabæ. Þú getur ekki alhæft um ofbeldi í nánum samböndum út frá þeim sem koma í Kvennaathvarfið, hvar er Karlaathvarfið?“ Í þessu sambandi útskýrir Dofri að karlmenn kalli síður á hjálp ef þeir verða fyrir ofbeldi, þeir segi varla nánum vinum sínum frá, hvað þá lögreglu.Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins.Vísir/BaldurForeldraútilokun ein tegund ofbeldis Dofri segir þó margt mega bæta við kerfið og hvernig tekist er við þessi flóknu og viðkvæmu mál, þegar ásakanir um ofbeldi og tálmanir ganga á víxl. „Þegar það kemur fram rökstuddur grunur um að barn sé beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á að taka því alvarlega og rannsaka það strax. En líka þegar það kemur fram rökstuddur grunur um foreldraútilokun, sem er tilfinningaleg mismunun gagnvart barninu, sem eyðileggur sjálfsmynd og veldur ævilöngum skaða. Það eru til tæki og tól til að greina foreldraútilokun frá þeim tilfellum þar sem um annað ofbeldi er að ræða. Við eigum að nýta þessi tæki. Þar þurfum við að bæta okkur.“ Dofri útskýrir nánar foreldraútilokun þar sem tálmun er lokastig ofbeldis. „Foreldraútilokun er þegar þú innrætir hjá barninu þínu ótta, hatur og heift í garð hins foreldrisins vegna þess að þér er illa við það, ekki vegna þess að það er ómögulegt foreldri. Þú vilt losna við það úr lífi þínu og þar með heggur þú á tengsl barnsins við foreldrið án þess að það sé ástæða til þess.“ Stígum út úr kynjaskotgröfum Dofri tekur fram að konur verði líka fyrir foreldraútilokun, bæði mæður og feður beiti börn sín slíku ofbeldi. „Það leita þrír til fjórir til okkar í hverjum mánuði. Helmingur þeirra er konur, sem eru tálmaðar, og þeim er ekki greiði gerður með svona fordómafulla nálgun á þessi mál. Foreldrar beita börn ofbeldi í svipuðum mæli og bæði mæður og feður verða fyrir tálmunum. Við verðum að stíga út úr þessum kynjaskotgröfum sem skilja helming þolenda eftir í sömu vandræðum og ofbeldi og þau voru í. Það á að hjálpa öllum.“ Ofbeldi gegn börnum ekki barátta eins hagsmunahóps Foreldraútilokun er ekki tekin nægilega alvarlega, að mati Dofra. Viðhorfið sé það sama og til kynferðisofbeldis fyrir tuttugu til þrjátíu árum og málið þaggað niður. Hann sér fyrir sér að barnaverndarnefndir taki málin í sínar hendur. „Að barnaverndarnefndir hafi sérfræðiteymi sem fari strax og kanni þessi mál, hvort grunur um foreldraútilokun eigi við rök að styðjast. Það þarf svo að vera samstarf milli sýslumanns og þeirra, hvað eigi að gera í hverju máli. Stundum dugar jafnvel fræðsla en ef staðan er alvarleg, einbeittur vilji til að útiloka hitt foreldrið úr lífi barnsins án þess að forsenda sé fyrir því, þá þarf að koma barninu fyrir hjá því foreldri sem er líklegra til að virða rétt beggja foreldra til að vera með barninu sínu.“ Þetta eigi við um allt ofbeldi, einnig líkamlegt og kynferðislegt. „Ef annað foreldri beitir ofbeldi þá þarf að takmarka umgengni þess eða hafa undir eftirliti. Því alla ofbeldi er skaðlegt og ofbeldi gegn börnum má ekki vera barátta eins hóps með þrönga hagsmuni. Það verður að taka á þessu máli heildstætt.“ Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. 3. nóvember 2019 21:30 „Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 4. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra tryggi öryggi og vernd barna í forsjár- og umgengnismálum. Tuttugu konur sem hafa stofnað hreyfinguna Líf án ofbeldis standa fyrir undirskriftarsöfnuninni. Þær segja að reglan sé, frekar en undantekningin, að mæðrum sem greina frá ofbeldi sé ekki trúað og þeim gert ókleift að vernda börnin sín. Þær kalla eftir að sýslumaður hlusti á áhyggjur mæðra en bíði þess ekki að dómur falli yfir ofbeldismanni. Sjá einnig: Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt Dofri Hermannsson, formaður Félags um foreldrajafnrétti, segir í fyrsta lagi ekki rétt að beðið sé eftir dómi. „Þannig að ég sé ekki tilganginn með þessu.“ Svar frá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu staðfestir orð Dofra. Þar segir að hagsmunir barnsins ráði alltaf þegar úrskurðað er um umgengni barns. Ef ásakanir um ofbeldi komi fram í umgengnismáli sé brugðist við þeim með rannsókn máls, viðtölum, gagnaöflun og umsögn sérfræðings. Í úrskurði geti sýslumaður ákveðið m.a. að jöfn umgengni eigi að fara fram, umgengni sé verulega takmörkuð eða umgengnisréttar njóti ekki við.Hatursfull nálgun Dofri segir óháð því að undirskriftarsöfnunin sé vegna einhvers sem nú þegar er til staðar þá finnist honum undarlegt að farið sé í söfnun til að bjarga helmingi barna úr ofbeldisaðstæðum. „Það er þekkt staðreynd að mæður beita börn ekki síður ofbeldi en undirskriftarlistinn beinist bara að feðrum sem beita ofbeldi. Það er svipað og hópur hvítra foreldra myndi biðja ríkið að bregðast við ofbeldi svartra gegn börnum sínum. Mér finnst þetta hatursfull nálgun. Mér finnst Líf án ofbeldis vera meira upptekin af hatri og ótta sínum á feðrum en ást á börnum." Dofri vísar í nokkrar rannsóknir máli sínu til stuðnings. Ameríska rannsókn sem gerð var á ofbeldi í nánum samböndum, nýlega danska rannsókn um ofbeldi á börnum og íslenska BA-ritgerð um sama efni. Öll gögn frá Kvennaathvarfinu, Neyðarmóttöku, lögreglu sem hefur afskipti af heimilisofbeldi og svo framvegis sýna aftur á móti skýrt að karlmenn eru í langflestum tilfellum gerendur í nánum samböndum á Íslandi. „Já, þessi gögn sýna það. Ef ég myndi gera könnun á fylgi Sjálfstæðisflokksins í Melabúð fengi flokkurinn ekki hátt fylgi og VG ekki í Garðabæ. Þú getur ekki alhæft um ofbeldi í nánum samböndum út frá þeim sem koma í Kvennaathvarfið, hvar er Karlaathvarfið?“ Í þessu sambandi útskýrir Dofri að karlmenn kalli síður á hjálp ef þeir verða fyrir ofbeldi, þeir segi varla nánum vinum sínum frá, hvað þá lögreglu.Sigrún Sif Jóelsdóttir ásamt 19 öðrum konum stofnaði hreyfinguna Líf án ofbeldis. 2000 manns hafa skrifað undir áskorun hópsins.Vísir/BaldurForeldraútilokun ein tegund ofbeldis Dofri segir þó margt mega bæta við kerfið og hvernig tekist er við þessi flóknu og viðkvæmu mál, þegar ásakanir um ofbeldi og tálmanir ganga á víxl. „Þegar það kemur fram rökstuddur grunur um að barn sé beitt líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á að taka því alvarlega og rannsaka það strax. En líka þegar það kemur fram rökstuddur grunur um foreldraútilokun, sem er tilfinningaleg mismunun gagnvart barninu, sem eyðileggur sjálfsmynd og veldur ævilöngum skaða. Það eru til tæki og tól til að greina foreldraútilokun frá þeim tilfellum þar sem um annað ofbeldi er að ræða. Við eigum að nýta þessi tæki. Þar þurfum við að bæta okkur.“ Dofri útskýrir nánar foreldraútilokun þar sem tálmun er lokastig ofbeldis. „Foreldraútilokun er þegar þú innrætir hjá barninu þínu ótta, hatur og heift í garð hins foreldrisins vegna þess að þér er illa við það, ekki vegna þess að það er ómögulegt foreldri. Þú vilt losna við það úr lífi þínu og þar með heggur þú á tengsl barnsins við foreldrið án þess að það sé ástæða til þess.“ Stígum út úr kynjaskotgröfum Dofri tekur fram að konur verði líka fyrir foreldraútilokun, bæði mæður og feður beiti börn sín slíku ofbeldi. „Það leita þrír til fjórir til okkar í hverjum mánuði. Helmingur þeirra er konur, sem eru tálmaðar, og þeim er ekki greiði gerður með svona fordómafulla nálgun á þessi mál. Foreldrar beita börn ofbeldi í svipuðum mæli og bæði mæður og feður verða fyrir tálmunum. Við verðum að stíga út úr þessum kynjaskotgröfum sem skilja helming þolenda eftir í sömu vandræðum og ofbeldi og þau voru í. Það á að hjálpa öllum.“ Ofbeldi gegn börnum ekki barátta eins hagsmunahóps Foreldraútilokun er ekki tekin nægilega alvarlega, að mati Dofra. Viðhorfið sé það sama og til kynferðisofbeldis fyrir tuttugu til þrjátíu árum og málið þaggað niður. Hann sér fyrir sér að barnaverndarnefndir taki málin í sínar hendur. „Að barnaverndarnefndir hafi sérfræðiteymi sem fari strax og kanni þessi mál, hvort grunur um foreldraútilokun eigi við rök að styðjast. Það þarf svo að vera samstarf milli sýslumanns og þeirra, hvað eigi að gera í hverju máli. Stundum dugar jafnvel fræðsla en ef staðan er alvarleg, einbeittur vilji til að útiloka hitt foreldrið úr lífi barnsins án þess að forsenda sé fyrir því, þá þarf að koma barninu fyrir hjá því foreldri sem er líklegra til að virða rétt beggja foreldra til að vera með barninu sínu.“ Þetta eigi við um allt ofbeldi, einnig líkamlegt og kynferðislegt. „Ef annað foreldri beitir ofbeldi þá þarf að takmarka umgengni þess eða hafa undir eftirliti. Því alla ofbeldi er skaðlegt og ofbeldi gegn börnum má ekki vera barátta eins hóps með þrönga hagsmuni. Það verður að taka á þessu máli heildstætt.“
Fjölskyldumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir „Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. 3. nóvember 2019 21:30 „Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 4. nóvember 2019 18:30 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
„Það þarf að trúa börnum og mæðrum sem greina frá ofbeldi“ Tvö þúsund manns krefjast þess að dómsmálaráðherra axli ábyrgð og tryggi öryggi og vernd barna gegn ofbeldi í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum. 3. nóvember 2019 21:30
„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. 4. nóvember 2019 18:30