„Það vissu allir af kynferðisofbeldinu en enginn gerði neitt“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 18:30 Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira
Kona sem greindi sem barn frá kynferðisofbeldi af hálfu stjúpföður síns segir að kerfið hafi algjörlega brugðist sér á þeim tíma. Hún hafi þurft að umgangast hann þrátt fyrir ofbeldið. Hún segir sögu sína til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Um tuttugu konur stofnuðu hreyfinguna Líf án ofbeldis fyrir um mánuði. Þær hófu undirskriftarsöfnun sem er lokið og tvöþúsund manns hafa skrifað undir. Þar er dómsmálaráðherra krafin um að að sýna ábyrgð í réttarákvörðunum í forsjár-og umgengnismálum þar sem börn verða fyrir ofbeldi. Þær óskuðu eftir fundi með ráðherra í dag til að afhenda listann. Kona sem vill ekki láta nafn síns getið og starfar með hreyfingunni Líf án ofbeldis segir mikilvægt að láta sögu sína heyrast svo slíkt mál endurtaki sig ekki. Hún segist hafa verið misnotuð kynferðislega af stjúpföður sínum sem barn. „Ég er eitt af uppkomnu börnunum í þessum félagsskap en ég varð fyrir kynferðislegu ofbeldi af hálfu stjúpföður og kæri hann þegar ég er lítil en það er fellt frá vegna ónægra sönnunargagna. Þegar ég kæri er ég tólf ára en þá var búin að vera almenn vitneska um þetta í meira en ár. Ég var búin að segja frá í skólanum, félagsmiðstöðvum, móður, þetta var vitneskja í fjölskyldunni, kerfið var komið inní þetta en einhvern veginn þá gerði engin neitt.“ segir konan. Í bréfi Barnaverndar frá 1991 um hennar mál kemur fram að nefndin telur að til greina komi að stjúpinn dveljist áfram á heimili telpunnar. Nefndin leggur áherslu á að móðir styðji dóttur sína. Þá segir í bréfi frá sálfræðingi á þessum tíma að stúlkan hafi sagt að stjúpinn hafa káfað á henni utan og innan fata og rætt við hana um kynferðislegt málefni. Hún fór því aftur inná heimilið og segir að afleiðingarnar fyrir sig hafi verið skelfilegar. „Þetta hefur verið eins og rauði þráðurinn í lífi mínu, mér hefur aldrei tekist að fóta mig á vinnumarkaði, ég hef ekki mörk það er búið að valta svo oft yfir þau, ég efast um mig, ég er með fjöláfallastreitu, vefjagigt og er öryrki,“ segir konan. Mér finnst mikilvægt að samfélagið taki samtalið um hvernig beri að bregðast við málum sem þessum því þetta er ekki bara mál þolanda og geranda heldur allrar fjölskyldunnar og það þarf að vera til neyðarteymi sem grípur alla fjölskylduna þegar svona mál koma upp,“ segir konan.Hér má sjá allt viðtalið.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir 40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar Ferðamenn hljóti að gera grín af Íslendingum „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Sjá meira