Pep Guardiola hættur við að kalla Sadio Mane leikara: Rangt hjá mér Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 08:00 Pep Guardiola með Sadio Mane eftir leik Liverpool og Manchester City í fyrra. Getty/Laurence Griffiths Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Englandsmeistara Manchester City, nýtti blaðamannafund fyrir Meistaradeildarleik Manchester City á móti Atalanta í kvöld til þess að draga til baka það sem hann sagði um Liverpool manninn Sadio Mané um helgina. Guardiola hélt því fram eftir leik Manchester City um helgina að Sadio Mané stundaði það stundum að láta sig detta en Mané fékk gult spjald fyrir leikaraskap í endurkomusigri Liverpool á Aston Villa. Sadio Mané skoraði seinna sigurmarkið í uppbótatíma leiksins og Liverpool er því áfram með sex stiga forskot á City. Liðin mætast um næstu helgi og margir litu svo á að orð Pep Guardiola um Mané væri hluti af sálfræðistríði fyrir leikinn mikilvæga. Jürgen Klopp var ekki hrifinn af orðum Pep Guardiola og vísaði þeim heim aftur til föðurhúsanna. Sagði meðal annars að hann þekkti Mané miklu betur en Pep. Þegar kom að blaðamannafundinum í gær var komið allt annað hljóð í Pep Guardiola. Pep Guardiola in climbdown over claim that Liverpool’s Sadio Mané dives https://t.co/UD5gfSspMf By @JamieJackson___ — Guardian sport (@guardian_sport) November 5, 2019„Liverpool fékk víti á 94. mínútu á móti Leicester og ég sagði bara vá. Þess vegna var ég að tala um þetta. Það var ekki ætlun mín að segja að Sadio sé þannig leikmaður því ég dáist mikið að honum,“ sagði Guardiola. „Jürgen fannst þetta vera víti, dómarinn dæmdi víti, VAR var á því að þetta væri víti svo ég var sá sem hafði rangt fyrir mér,“ sagði Guardiola. „Jürgen hefur sagt að hann þekki Sadio betur en ég. Ég ber mikla virðingu fyrir þeim og því að vera alltaf jákvæður og reyna að spila góðan fótbolta. Þegar sonur minn eða dóttir vinna á lokamínútunni og spyrja mig hversu heppin þau voru þá svara ég að þetta hafi ekki verið heppni,“ sagði Guardiola. „Það sem Liverpool hefur gert, bæði á síðasta tímabili og á þessu tímabili, hefur liðið afrekað af því að þeir búa yfir miklum gæðum og hæfileikanum að berjast allt til enda leikja. Vonandi get ég skýrt þetta allt út fyrir Jürgen,“ sagði Guaridola. „Ef lið kemur svona til baka einu sinni eða tvisvar þá er þetta kannski heppni. Þetta getur ekki verið heppni þegar þetta er að gerast tíu, tólf eða þrettán sinnum,“ sagði Guardiola. Þegar Pep Guardiola var spurður út í orð Jürgen Klopp um að Spánverjinn væri heltekinn af Liverpool, þá svaraði hann. „Ég hlustaði ekki á það sem hann sagði svo ég veit ekki,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Mest lesið Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Fótbolti Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Handbolti Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Körfubolti Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Handbolti Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Íslenski boltinn Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Bjarki Már öflugur Handbolti Fleiri fréttir Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Meiddur í fimmta sinn á tímabilinu Fékk styttra bann síðast en lengra bann núna Púllarinn dregur sig úr hópnum Frekar til í að borga himinháa sekt en að kaupa Sancho Kemur markverðinum sem sparkaði í andlit hans til varnar Fékk rándýran jeppa að gjöf við heimkomu Vildi halda áfram að spila eftir tæklinguna hryllilegu Liverpool-goðsögnin Hansen fékk MBE orðu Á förum frá Man United sem og Englandi að tímabilinu loknu Táningurinn Huijsen orðaður við bæði Real Madríd og Liverpool Fagnaði eins og Fowler og þóttist sniffa línu á vellinum Talar enn við Levy og vill snúa aftur til Spurs Hætta með Nike og nota boltann sem Arteta kvartaði yfir Fullorðnir menn grétu á Ölveri Miðvarðabölvun Rauðu djöflanna Bruno segist gera hlutina á sinn hátt Fyrirliða Forest bætt við enska hópinn Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham United nálgast efri hlutann Sjötíu ára titlaþurrð á enda Sjá meira