Fyrir leikinn var búist við sigri gestanna sem eru í 3. sæti efstu deildar í Þýskalandi á meðan Gummersbach er í 7. sæti með 10 stigum minna.
Annað kom á daginn og sýndu lærisveinar Guðjóns Vals sínar bestu hliðar. Ef eitthvað er hefði sigurinn geta verið stærri, lokatölur 29-26. Elliði Snær Viðarsson skoraði þrjú mörk í liði Gummersbach.
Síðari leikur liðanna fer fram 1. apríl næstkomandi.