„Gjafir eru yður gefnar” Hjálmar Jónsson skrifar 6. nóvember 2019 11:00 Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26 Mest lesið Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Sjá meira
Það er fagnaðarefni að Landsvirkjun skuli hafa náð samningum við starfsmenn sína, eins og ég les um í fréttum í morgun. Af efni samningsins dreg ég þá ályktun að Landsvirkjun geti ekki verið innan Samtaka atvinnulífsins, þar sem ég sé ekki betur en hjartfólgin lífskjarasamningur þeirra hafi verið sprengdur í tætlur langt út fyrir 200 sjómílurnar. „Skynsamt fólk leitar ekki að vandræðum,” og þarna hafa stjórnendur og forsvarsmenn starfsfólksins sest yfir verkefnið, væntanlega án aðkomu Samtaka atvinnulífsins, og séð skynsemina í því að stytta vinnuvikuna um fjórar klukkustundir strax frá næsta vori og hækka launatöflu sérstaklega vegna ætlaðs ábata af fækkun yfirvinnustunda, sem er raunar ekki kominn fram en gera megi ráð fyrir. Þá skuldbindur fyrirtækið sig til að veita starfsmönnum hlutdeild í frekari ábata vegna ætlaðrar fækkunar yfirvinnustunda í framtíðinni. Ég hirði ekki um að tína upp önnur smærri atriði,en mér finnst það djarft hjá fyrirtækinu og starfsmönnum þess að stytta vinnuvikuna um fjórar stundir og ætla á sama tíma að draga verulega úr yfirvinnu og setja nú þegar ábatan af því inn í launatöfluna áður en hann er kominn fram, en sannarlega skiptir vinnufyrirkomulag höfuðmáli og skynsamleg nýting þess getur falið í sér mikinn ábata fyrir fólk og fyrirtæki. Vegni þeim vel á þessari braut. Við blaðamenn njótum hins vegar ekki þeirra forréttinda að að fá nokkra vitræna umræðu um kjör okkar og vinnufyrirkomulag og hvað betur má fara, þó við séum komnnir á brún verkfallsátaka í fyrsta skipti í rúm 40 ár. Það er miður og í raun óskiljanlegt að Samtökum atvinnulífsins skuli hafa verið leyft að standa jafn illa að málum í þessum efnum og raun ber vitni síðustu átta mánuði. Ég man ekki betur en Landsvirkjun hafi verið innan Vinnuveitendasambands Íslands, forvera SA, þegar ég skrifaði um kjaramál á árum áður og spurning hvenær fyrirtækið fór þaðan út? Ef svo er ekki og fyrirtækið er enn innan SA þá getum við blaðamenn rifjað upp orð Bergþóru: „Gjafir eru yður gefnar!” Í viðræðum okkar við SA hefur lífskjarasamningurinn verið meitlaður í stein og ekki mátt víkja frá honum í einu eða neinu, þótt hann henti ekki vinnufyrirkomulagi blaðamanna hvernig sem á málið er litið.Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands.
Samræmt göngulag fornt Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. 5. nóvember 2019 15:26
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson Skoðun