Rúmlega 1000 reglugerðir felldar brott með einu pennastriki Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. október 2019 10:23 Í vinstri hönd Kristjáns Þórs Júlíussonar ber að líta reglugerðirnar 1090 sem felldar voru úr gildi. Í þeirri hægri er hann með reglugerðinnar tvær sem komu í þeirra stað. Vísir/Sigurjón Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan. Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, felldi 1090 reglugerðir úr gildi með einu pennastriki í morgun. Það gerði hann með táknrænum hætti á fundi hans með Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur, samráðherra hans í atvinnuvegaráðuneytinu, þar sem þau kynntu aðgerðaráætlun sína um einföldun regluverks. Stefnt er að því að vinna að henni næstu þrjú árin og að sögn Þórdísar er ekki um „enn eina skýrsluna að ræða.“ Ætlunin sé að gera framkvæmd á íslensku regluverki skilvirkari með því að „grisja skóginn,“ eins og ráðherrarnir komust að orði, til að mynda með því að sameina og fella burt reglugerðir. Á fundinum lýstu ráðherrarnir að íslenskt regluverk sé talið það óskilvirkasta meðal OECD-ríkja. Það dragi úr samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs. „Auðvitað viljum við ekki vera með þyngsta regluverk innan OECD,“ sagði Þórdís. Því hafi verið talið nauðsynlegt að ráðast í „tiltekt“ í þessum efnum, í samræmi við yfirlýsta stefnu stjórnvalda. Fundað hafi verið með forstjórum undirstofnana ráðuneyta í vor, sem og fulltrúum atvinnulífsins, með það að markmiði að teikna upp hvar mætti einfalda regluverkið og gera það skilvirkara. Afraksturinn var síðan kynntur á fundi í ráðuneytinu í dag. Það kom fram að verkefnið framundan væri tvíþætt: Annars vegar væri um að ræða endurmat eftirlitsreglna sem heyra undir ráðuneytið undir stjórn Steingríms Ara Arasonar, fyrrverandi forstjóra Sjúkratrygginga Íslands, og hins vegar fyrrnefnd endurskoðun regluverksins.Í því samhengi var nefnt að fella burt iðnaðarleyfi, leyfi til sölu notaðra bifreiða og afnema skráningarskyldu verslana og verslunarreksturs. Þá standi til að efla faggildingarsvið þannig að auðveldara verði að útvista verkefnum, sem áður voru á könnu hins opinbera, til atvinnulífsins. Vonir standi til að hægt verði að fella burt 16 „úrelta“ lagabálka og hefur ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra lagt fram frumvarp þess efnis. Þá ætla ráðherrarnir sér að bæta þjónustu hins opinbera. Það verði t.a.m. gert með því að taka upp þjónustugátt á netinu þar sem rekstraraðilar geta sótt um öll leyfi í einni gátt og þannig sparað sér ferðir milli stofnanna með eyðublöð. Ráðherrarnir segjast jafnframt vona að hægt verði að heimfæra sambærilegar gáttir á önnur svið hins opinbera. Ráðherrarnir lýstu því að margar þeirra 1090 reglugerða á sviði sjávarútvegs- og landbúnaðar sem felldar voru á brott í morgun væru barn síns tíma, úr sér gengnar og hefðu í raun litla þýðingu. Sumt hefði þó eðlilega meiri áhrif en annað. „Ég ætla að leyfa mér að ætla að stór hluti af þessu sé óþarfur,“ sagði Kristján Þór, skömmu áður en hann undirritaði tvær reglugerðir sem koma í stað hinna 1090 sem felldar voru úr gildi. Fund ráðherrana í morgun má sjá hér að ofan.
Alþingi Landbúnaður Sjávarútvegur Stjórnsýsla Tengdar fréttir Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Sjá meira
Áfrýjunarheimild Samkeppniseftirlitsins afnumin Samkvæmt nýju frumvarpi ráðherra um breytingar á samkeppnislöggjöfinni verður það á ábyrgð fyrirtækjanna sjálfra að meta hvort þau megi eiga í samstarfi. Heimild eftirlitsins um að skjóta úrskurðum áfrýjunarnefndar til dómst 21. október 2019 06:00