Á hvaða vegferð erum við? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. október 2019 12:00 Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun