Á hvaða vegferð erum við? Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar 21. október 2019 12:00 Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágúst Ólafur Ágústsson Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Stundum er gott að staldra við og velta fyrir sér á hvaða vegferð þetta samfélag er. 1. Samkvæmt fréttum helgarinnar vantar að minnsta kosti einn milljarð kr. til Landspítalans og standa nú yfir „umfangsmiklar aðhaldsaðgerðir á Landspítalanum“ að sögn forstjóra spítalans. Á sama tíma þarf ríkið að afskrifa tvo milljarða í lendingargjöld hjá WOW og eigandi WOW selur 700 milljóna króna húsið sitt. 2. Nú í morgunsárið berast einnig fregnir að það á breyta samkeppnislögum, sem Hæstiréttur Bandaríkjanna kallaði á sínum tíma „stjórnarskrá atvinnulífsins“, með því að veikja samkeppniseftirlitið á kostnað almannahagsmuna. Á núna að fara að veikja eftirlitsstofnanir eins og var gert fyrir hrun? En nýverið var Fjármálaeftirlitið lagt niður og sett inn í Seðlabankann. Er ekki komið nóg af fákeppni og samþjöppun eigna á Íslandi nú þegar? Ríkustu 10% landsmanna eiga núna um 60% af öllu eigin fé Íslendinga. 3. Sala bankanna er einnig sett í forgang á meðan þessi ríkisstjórn situr enn við stjórnvölinn. Ríkisstjórninni hefur verið tíðrætt um þá áhættu sem ríkinu og þar að leiðandi skattgreiðendum er búið að, við að eiga hlut í fjármálafyrirtækjum. Ég vil hins vegar snúa þessu við hér. Lítum frekar á þá áhættu sem almenningur býr við þegar einkaaðilar reka nánast allt bankakerfið. Það tók einkarekið bankakerfi einungis 4 ár að keyra hér allt í heimsögulegt þrot. Áætlun ríkisstjórnarinnar er að ríkið eigi einungis einn þriðja af einum þriðja fjármálakerfisins. 4. Kjaraviðræður við BSRB eru komnar í strand en BSRB eru stærstu samtök opinberra starfsmanna þar sem 2/3 eru konur. Á sama tíma gerir ríkistjórnin einungis ráð fyrir að opinberir starfsmenn fái 3% launahækkun á meðan ríkisforstjórarnir hafa fengið 30-80% launahækkanir á 2 árum hjá þessari sömu ríkisstjórn. 5. Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sýnir annars hvað skiptir þessa ríkisstjórn mestu máli. Þar er raunlækkun til framhaldsskóla, háskólastigsins, kvikmyndagerðar, hjálpartækja, endurhæfingarþjónustu, réttindagæslu fatlaðra, jafnréttissjóðs, þróunarsamvinnu, almennrar löggæslu, rannsóknarsjóðs, tækniþróunarsjóðs, lýðheilsusjóðs, sprotasjóðs og raunlækkun til skógræktar svo fátt eitt sé nefnt. Afnám kr. á móti kr. hjá öryrkjum er enn ófjármagnað og aldraðir fá enga sérstaka viðbót. Og allt þetta er kórónað með sérstakri aðhaldskröfu á sjúkrahús, öldrunarstofnanir og skóla. 6. En það er ekki einungis þetta sem lækkar í boði ríkisstjórnarinnar því þessi ríkisstjórn vill einnig lækka erfðafjárskatt og bankaskatt fyrir þá sem betur mega sín. Þá hefur upphæð veiðileyfagjalda lækkað um tæp 40% síðan þessi ríkistjórn tók við völdum og enn stendur til að verja fjármagnseigendur, einn hópa, fyrir komandi verðbólguskoti. Verkin tala greinilega og skýrt hjá þessari ríkisstjórn.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar