Bandarísku sveitirnar grýttar við brottförina frá Sýrlandi Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. október 2019 06:00 Bandarísku hersveitirnar yfirgefa Sýrland í gær en mikil reiði ríkir meðal Kúrda vegna þess. Nordicphotos/Getty Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norðurhluta Sýrlands voru í gær fluttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutningabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köstuðu skemmdum ávöxtum og grænmeti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta hersveitanna nálægt olíulindum í norðausturhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkjamanna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdogan Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnunarinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar flúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatnsdælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja. Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Bandarísku hersveitirnar sem staðsettar hafa verið í norðurhluta Sýrlands voru í gær fluttar yfir landamærin til Íraks. Um eitt hundrað brynvarðir bílar og flutningabílar fluttu hermennina. Reiðir íbúar á yfirráðasvæði Kúrda köstuðu skemmdum ávöxtum og grænmeti í bílalestina. Reuters-fréttastofan hafði eftir Mark Esper, varnarmálaráðherra í ríkisstjórn Donalds Trump, að til greina komi að hafa hluta hersveitanna nálægt olíulindum í norðausturhluta Sýrlands. Þar gætu þær aðstoðað sveitir Kúrda við að verja lindirnar fyrir mögulegum árásum liðsmanna Íslamska ríkisins. Breski miðilinn The Guardian hefur eftir hinum 56 ára gamla verslunareiganda Khalil Omar að fólk sé mjög reitt og hafi rétt á því vegna framferðis Bandaríkjamanna. „Við sendum börnin okkar til að berjast með þeim gegn ISIS og svo yfirgefa þeir okkur. Það verður erfitt að jafna sig á þessum svikum og ég vona að við munum þetta í framtíðinni.“ Donald Trump sagði í gær að Bandaríkjamenn hefðu aldrei lofað Kúrdum því að vera á svæðinu í 400 ár til að vernda þá. Tímabundnu fimm daga vopnahléi á svæðinu lýkur í kvöld. Erdogan Tyrklandsforseti mun í dag ræða stöðuna á fundi með Vladímír Pútín Rússlandsforseta. Erdogan hefur sagt að innrás Tyrkja í Sýrland muni halda áfram eftir að vopnahléinu lýkur. Markmið Tyrkja er að koma á öryggissvæði á 440 kílómetra löngum kafla á landamærunum. Átök síðustu tveggja vikna eru að mati bresku mannréttindastofnunarinnar SOHR talin hafa kostað 120 óbreytta borgara lífið og um 470 liðsmenn hersveita Kúrda. Tyrknesk stjórnvöld halda því hins vegar fram að 765 hryðjuverkamenn hafi fallið en engir óbreyttir borgarar. Þá hafa um 300 þúsund manns yfirgefið heimili sín og hafa margir Kúrdar flúið yfir landamærin til Íraks. UNICEF greinir frá því að vatnsdælustöðin A’llouk sem sér um 400 þúsund manns fyrir hreinu vatni hafi nú verið óvirk á aðra viku eftir innrás Tyrkja.
Átök Kúrda og Tyrkja Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Tengdar fréttir Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30 Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24 Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Fleiri fréttir Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Sjá meira
Fyrrverandi yfirmenn CIA gagnrýna Trump vegna Sýrlands Tveir fyrrverandi yfirmenn Leyniþjónustu Bandaríkjanna, CIA, gagnrýndu Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, harðlega í dag fyrir ákvörðun hans að draga hermenn Bandaríkjanna frá Sýrlandi. Auk þess voru fleiri núverandi og fyrrverandi embættismenn og hermenn sem gagnrýndu forsetann í fréttaþáttum dagsins. 20. október 2019 22:30
Bandarískar hersveitir fara frá Sýrlandi til vesturhluta Írak Varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Mark Esper, segir að hersveitir Bandaríkjanna sem eru að yfirgefa Sýrland muni fara til vesturhluta Írak þar sem Bandaríkjaher mun halda áfram að berjast gegn hryðjuverkahópnum sem kennir sig við íslamskt ríki í von um að hópurinn muni ekki ná uppgöngu að nýju. 20. október 2019 14:24
Esper segir að hersveitir Bandaríkjanna verði áfram í Sýrlandi Einhverjar bandarískar hersveitir munu kannski verða eftir í Sýrlandi til að tryggja að olíuakrar muni ekki falla í hendur hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamska ríkið. Þetta sagði Mark Esper, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á mánudag þrátt fyrir að Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hafi ítrekað að allar hersveitir Bandaríkjanna muni yfirgefa landið. 21. október 2019 22:45
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent