Rússneskur áróður skýtur áfram upp kollinum á Facebook Kjartan Kjartansson skrifar 22. október 2019 12:23 Zuckerberg og Facebook hafa legið undir gagnrýni fyrir að leyfa ýmis konar upplýsingafalsi og ósannindum að fara fjöllum hærra á miðlinum. Vísir/EPA Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum. Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Samfélagsmiðlarisinn Facebook segist hafa eytt rússneskum reikningum sem voru látnir líta út fyrir að vera frá Bandaríkjamönnum. Þeir sem stóðu að reikningunum tóku þátt í umræðum um pólitísk hitamál í lykilríkjum fyrir forsetakosningar næsta árs, lofuðu Donald Trump forseta en löstuðu Joe Biden, mögulegan mótframbjóðanda hans. Rússnesk stjórnvöld stóðu fyrir skipulagðri samfélagsmiðlaherferð í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016. Gerðu þau út af örkinni svokallaða tröllaverksmiðju sem hélt ýmis konar stjórnmálaáróðri að bandarískum kjósendum sem var ætlað að ala á sundrung. Facebook segir að reikningarnir sem fyrirtækið hefur nú eytt beri sömu einkenni og herferðin fyrir þremur árum. Þá sóttust Rússar eftir því að upphefja Trump en grafa undan Hillary Clinton. Auk samfélagsmiðlaherferðarinnar stálu rússneskir hakkarar tölvupóstum framboðs hennar og landsnefndar Demókrataflokksins sem þeir komu svo í birtingu í gegnum uppljóstranavefinn Wikileaks. Að þessu sinni virðast Rússarnir beina kröftum sínum að myndadeiliforritinu Instagram sem er í eigu Facebook. Þar dreifa þeir efni um bandarísk stjórnmál og myndefni gegn frambjóðendum í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar, að sögn Washington Post. Einn rússnesku reikninganna var þannig gerður í nafni blökkumanns í Michigan sem gagnrýndi Joe Biden, fyrrverandi varaforseta, fyrir klúður í málefnum ólíkra kynþátta í Bandaríkjunum undir myllumerkinu „#Svörtlífskiptamáli“. Aðrir rússneskir reikningar studdu Bernie Sanders. Auk rússnesku reikninganna fölsku segist Facebook hafa fjarlægt þrjár misvísandi samfélagsmiðlaherferðir sem tengjast Írönum.Veik viðbrögð gáfu fleiri ríkjum skotleyfi Mark Zuckerberg, forstjóri og stofnandi Facebook, sagði Washington Post í síðustu viku að upplýsingafals á samfélagsmiðlum hafi versnað frá árinu 2016, meðal annars vegna slælegra viðbragða bandarískra stjórnvalda við tilraunum Rússa til afskipta. „Því miður voru viðbrögð Bandaríkjanna við Rússlandi ekki sérstaklega sterk eftir 2016 þannig að það sendi öðrum löndum skilaboð að þau gætu tekið þátt í þessu líka,“ sagði hann. Fyrir utan upplýsingafalsið sem fer fram í gegnum falska reikninga hefur Zuckerberg og Facebook legið undir gagnrýni fyrir að leyfa lygar og stoðlausar fullyrðingar í stjórnmálaauglýsingum á samfélagsmiðlinum.
Bandaríkin Facebook Rússland Tengdar fréttir Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15 Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Sjá meira
Bandaríkjamenn slökktu á „Tröllaverksmiðjunni“ fyrir þingkosningarnar Bandaríski herinn kom í veg fyrir að starfsmenn "Tröllaverksmiðjunnar“ svokölluðu í St. Pétursborg í Rússlandi hefðu aðgang að internetinu í aðdraganda bandarísku þingkosninganna í vetur. 26. febrúar 2019 23:15
Upplýsingahernaður háður úr „Tröllaverksmiðju“ í Pétursborg Helstu atriði ákæru Robert Mueller í Rússarannsókninni svokölluðu. 20. febrúar 2018 11:00