Uppgötvuðu æxli í tæka tíð vegna hitamyndavélar á safni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. október 2019 22:23 Myndin fræga. Mynd/Bal Gill. Það getur verið gagnlegt að fara á söfn og líklega hefur það aldrei átt betur við en í tilfelli 41 árs breskrar konu sem heimsótti Camera Obscura and the World of Illusions safnið í Edinborg í Skotlandi. Hitamyndavél á safninu varð til þess að æxli í öðru brjósti hennar uppgötvaðist í tæka tíð.Bal Gill var í fríi í Edinborg í maí síðastliðnum með fjölskyldu sinni. Eftir að hafa skoðað Edinborgar-kastala sáu Camera Obscura safnið ákváðu þau að skoða það. Í safninu er herbergi með hitamyndavélum og lék fjölskyldan sér að þeim.„Þar tók ég eftir hitabletti sem kom frá öðru brjóstinu á mér. Okkur þótti þetta skrýtið og við tókum eftir að ég var sú eina sem var með svona blett. Við tókum mynd af þessu en héldum svo áfram að skoða safnið,“ sagði Gill í samtali við BBC.Nokkrum dögum síðar þegar heim var komið var hún að skoða myndir frá ferðinni og tók þá eftir myndinni sem hún hafði tekið þar sem hitabletturinn sást. Við Google-leit fann hún fjölmargar færslur um brjóstakrabbamein og hitamyndavélar. Hún dreif sig því til læknis.Læknarnir voru fljótir að greina hana með brjóstakrabbamein á frumstigi. Síðan þá hefur hún farið í tvær aðgerðir, þar á meðal brjóstnám, og er ein aðgerð í viðbót framundan. Læknar hafa sagt henni að hún þurfi ekki að fara í geislameðferð eftir síðustu aðgerðina.„Þakklæti er mér efst í huga. Án myndavélarinnar hefði ég aldrei vitað þetta. Ég veit að þetta er ekki tilgangur myndavélarinnar en í mínu tilfelli þá breytti þessi heimsókn lífi mínu,“ sagði Gill. Bretland Skotland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Það getur verið gagnlegt að fara á söfn og líklega hefur það aldrei átt betur við en í tilfelli 41 árs breskrar konu sem heimsótti Camera Obscura and the World of Illusions safnið í Edinborg í Skotlandi. Hitamyndavél á safninu varð til þess að æxli í öðru brjósti hennar uppgötvaðist í tæka tíð.Bal Gill var í fríi í Edinborg í maí síðastliðnum með fjölskyldu sinni. Eftir að hafa skoðað Edinborgar-kastala sáu Camera Obscura safnið ákváðu þau að skoða það. Í safninu er herbergi með hitamyndavélum og lék fjölskyldan sér að þeim.„Þar tók ég eftir hitabletti sem kom frá öðru brjóstinu á mér. Okkur þótti þetta skrýtið og við tókum eftir að ég var sú eina sem var með svona blett. Við tókum mynd af þessu en héldum svo áfram að skoða safnið,“ sagði Gill í samtali við BBC.Nokkrum dögum síðar þegar heim var komið var hún að skoða myndir frá ferðinni og tók þá eftir myndinni sem hún hafði tekið þar sem hitabletturinn sást. Við Google-leit fann hún fjölmargar færslur um brjóstakrabbamein og hitamyndavélar. Hún dreif sig því til læknis.Læknarnir voru fljótir að greina hana með brjóstakrabbamein á frumstigi. Síðan þá hefur hún farið í tvær aðgerðir, þar á meðal brjóstnám, og er ein aðgerð í viðbót framundan. Læknar hafa sagt henni að hún þurfi ekki að fara í geislameðferð eftir síðustu aðgerðina.„Þakklæti er mér efst í huga. Án myndavélarinnar hefði ég aldrei vitað þetta. Ég veit að þetta er ekki tilgangur myndavélarinnar en í mínu tilfelli þá breytti þessi heimsókn lífi mínu,“ sagði Gill.
Bretland Skotland Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira