Tollasamningar Íslands við Evrópu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. október 2019 11:30 18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Sjá meira
18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson Skoðun