Tollasamningar Íslands við Evrópu Sigmar Vilhjálmsson skrifar 24. október 2019 11:30 18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landbúnaður Sigmar Vilhjálmsson Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
18-20% af allri innanlandsneyslu flutt inn Þann 17. september 2015 voru gerðir tollasamningar við ESB. Í þeim er gert ráð fyrir mikilli aukningu á innflutningi frá ESB. Árið 2021 er gert ráð fyrir að hann verði að fullu kominn til framkvæmda. Aukning í innflutningi er gríðarleg í þessum samningum og útflutningurinn í samningunum er að mestu bundinn við mjólkurafurðir og kindakjöt. En þegar magntölur í þessum samningi eru teknar saman þá sést hvað þessir samningar eru gríðarlega óhagstæðir og hreinlega aðför að íslenskum landbúnaði. Í stuttu máli þá munum við Íslendingar fá að flytja út 8.800 tonn af landbúnaðarvörum til Landa Evrópusambandsins. Á móti þá má flytja inn 3.812 tonn af landbúnaðarvörum til Íslands á lágum eða engum tollum frá Evrópusambandslöndum. Semsagt, Ísland með 338 þúsund íbúa leyfa innfluttning á 11,2 kg. af landbúnaðarvörum á hvert mannsbarn og fá í staðinn að flytja út 0,017 kg. á hvert mannsbarn í Evrópu í staðinn. Samkvæmt núgildandi tollasamningum er leyfilegt magn á innflutningi á svína- og kjúklingakjöti frá Evrópu um 12% af allri innanlandsneyslu hér á landi, sem er gríðarlega hátt hlutfall. Þá er ótalið það magn sem flutt er inn í gegnum svokallaða „opna tollkvóta“ sem setur þetta hlutfall í 18-20% af innanlandsneyslu. Í samningnum eru stærstu flokkar innflutnings: Alifuglakjöt: 856 tonn, svínakjöt: 700 tonn og nautakjöt: 696 tonn. Í samningnum eru stærstu flokkar í útflutningi: Skyr: 4.000 tonn, Kindakjöt 3.050 tonn og Smjör: 500 tonn. Þessir tollasamningar eru með öllu óháðir afurðaverðmætum. Þessir samningar gætu því hæglega leitt til vöruskiptahalla. Þrátt fyrir þennan mun í tonnum talið þá getur verið mikill verðmunur á kjötvörum og afurðu inn og út úr landinu. Ísland er ekki að flytja út allt þetta magn mjólkurafurða sem kveðið er á um í samningnum og því líklegra en hitt að af þessum samningum er snýr að landbúnaðarvörum er gríðarlegur viðskiptahalli. Þessir tollasamningar eru því slæmir efnahagslega og framkvæmd þeirra er ansi ógagnsæ.Aftrar innlendri framleiðslu Það sem er samt alvarlegast við þessa samninga er sú staðreynd að þeir aftrar innlendri ræktun og framleiðslu. Innlendir framleiðendur eru heftir á mettum markaði. Þessi mikli innflutningur aftrar bændum frá því að fjárfesta í sínum greinum. Sérstaklega á þetta við um svínabændur og kjúklingabændur enda er verið að flytja inn 18-20% af allri innanlandsneyslu í þessum tveimur flokkum. Ofan á það er útfluttningur á þessum afurðum takmarkaður. Í svínakjöti má flytja inn 700 tonn frá Evrópu en eingögnu flytja út 500 tonn. Í Alifuglakjöti má flytja inn 856 tonn frá Evrópu en ekki flytja út nema 300 tonn. Samningarnir aftrar bændum að fjárfesta í tækjabúnaði, vöruþróun, nýsköpun og að stækka sín bú sem eykur hagræði sem skilar lægra vöruverði til neytenda. Miklu nær væri að gera samninga sem eru í sama hlutfalli á milli markaðssvæða. Ef slíkt yrði gert í þessum samningi og við myndum flytja hlutfallslega sama magn inn til Íslands og við meigum flytja til Evrópu, þá mætti flytja inn 66 tonn frá Evrópusambandinu án tolla eða á lágum tollum eða sem nemur 0,017 kg. á hvert mannsbarn. En ekki 3.812 tonn. Nú eða að flytja út 5.725.621 tonn til Evrópu, eða sem nemur 11,27 kg. á hvert mannsbarn í Evrópusambandinu. En ekki bara 8.800 tonn. Slíkir samningar, hvor leiðin sem valin yrði, gæfi Íslenskum bændum tækifæri á því að fjárfesta í nýsköpun, stækkun og vöruþróun í hverri grein fyrir sig. Hvort sem væri til hagsbóta fyrir innanlandsmarkað eða til útfluttnings. Enda munar gríðarlega um 18 -20% hlutdeild á takmörkuðum markaði.Forsendubrestur í BREXIT Nú þegar Bretar eru að klára sín mál með útgöngu úr ESB þá vekur það vissulega upp spurningar um forsendur tollasamninga Íslands við Evrópusambandið. Það munar verulega um það þegar 67 milljóna manna markaður gengur út úr samningi við 512 milljóna manna markað. Um er að ræða 13% minnkun með þessari einu útgöngu. Utanríkisráðherra hefur þegar gert ákveðnar ráðstafanir með þá stöðu og gert ramma um samkomulag við Breta þegar og ef af BREXIT verður. Samhliða því ættu Íslensk stjórnvöld að undirbúa nýja samninga við Evrópusambandið í ljósi þessara breyttu forsendna og þá væri gott að menn hefðu í huga ofangreindar skekkjur sem verið hefur í tollasamningum milli Íslands og Evrópu.Höfundur er talsmaður FESK - Félags eggjabænda, svínabænda og kjúklingabænda á Íslandi.
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar