Mælti fyrir frumvarpi um nýja stjórnarskrá Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. október 2019 17:10 Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar. Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi. Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, mælti í dag fyrir frumvarpi til stjórnskipunarlaga um stjórnarskrá íslenska lýðveldisins. Logi segist í samtali við Vísi vera hóflega bjartsýnn á að málið nái fram að ganga en það sé við hæfi að taka málið til umfjöllunar nú á 7 ára afmæli ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. „Við sem byggjum Ísland viljum skapa réttlátt samfélag þar sem allir sitja við sama borð. Ólíkur uppruni okkar auðgar heildina og saman berum við ábyrgð á arfi kynslóðanna, landi og sögu, náttúru, tungu og menningu. Ísland er frjálst og fullvalda ríki. Hornsteinar þess eru virðing fyrir lögum, frelsi, jafnrétti, lýðræði og mannréttindi,“ segir meðal annars í aðfararorðum frumvarpsins.Sjá einnig: Samfylkingin og Píratar vilja nýja stjórnarskrá byggða á tillögum stjórnlagaráðs Þetta er í þriðja sinn sem málið er borið upp í heild sinni og en það byggir á því frumvarpi sem lagt var fram á 145. löggjafarþingi þar sem unnið hafði verið úr tillögum stjórnlagaráðs. „Þetta er auðvitað mjög merkilegt mál, það byggir á miklu almenningssamráði,“ segir Logi, en það eru þingflokkar Samfylkingarinnar og Pírata sem flytja málið nú. Fyrst voru það Samfylkingin og Vinstri grænir sem fluttu málið, þá Píratar og nú Samfylkingin og Píratar í sameiningu. „Það þarf oft að gera margar atlögur að skaflinum áður en maður kemst í gegnum hann,“ segir Logi. Hann voni að þingmenn úr röðum Vinstri grænna muni styðja málið, líkt og þeir gerðu fyrst þegar málið var flutt, ef til þess kemur að greidd verði um það atkvæði á þingi. Málinu hefur nú verið vísað til stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og kveðst Logi vona að nefndin taki það til efnislegrar meðferðar, fái til sín gesti og eigi um það góðar umræður. „Helst hefði ég viljað sjá Alþingi taka afstöðu til þess,“ segir Logi.
Alþingi Píratar Samfylkingin Stjórnarskrá Mest lesið Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Fleiri fréttir Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Sjá meira