Hyggjast fljúga til Íslands í vor Ari Brynjólfsson skrifar 25. október 2019 06:00 Juneyao Air er með daglegt flug mili Shanghai og Helsinki. Fréttablaðið/EPA Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Kínverska flugfélagið Juneyao Air hyggst hefja flug til Íslands næsta vor. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er áætlað að félagið fljúgi frá borginni Shanghaí til Íslands með viðkomu í Helsinki, allt að þrisvar í viku. Juneyao Air var stofnað árið 2006 og á 72 farþegaflugvélar sem samanstanda af Airbus A320 vélum og Boeing 787 Dreamliners vélum. Í leiðakerfi flugfélagsins eru 160 flugleiðir sem tengja stærstu borgir Kína og nágrannaríkin. Farþegar á árinu 2018 voru yfir 18 milljónir. Félagið er þátttakandi í flugbandalaginu Star Alliance. Félagið hóf í lok júní í ár beint daglegt flug til Helsinki frá Shanghai Pudong flugvellinum. Það er í samstarfi við finnska flugfélagið Finnair um leiðakerfi. Ef af yrði myndi flug Juneyao Air teljast utan Schengen við komuna til Keflavíkur þrátt fyrir viðkomuna í Helsinki.Sjá einnig: Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Loftferðasamningar milli ríkja kveða á um að flugfélög njóti tilnefningar frá viðkomandi stjórnvaldi. Ekki er ljóst hvort Juneyao Air hefur slíkar tilnefningar frá kínverskum stjórnvöldum. Fleiri kínversk flugfélög hafa áhuga á Íslandi. Í sumar var greint frá því að Tinajin Airlines hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í hverri viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Þar var gert ráð fyrir flugi frá Wuhan til Helsinki og þaðan til Íslands. Þeim áformum hefur nú verið seinkað fram á næsta ár. Félagið hefur einnig skoðað möguleika á flugi frá Wuhan til Íslands í gegnum Brussel í Belgíu. Að auki hafa tvö önnur flugfélög verið að kanna flug til Íslands. Annars vegar ríkisflugfélagið Air China sem er langstærsta flugfélag Kína og eitt stærsta flugfélag heims. Það flutti yfir 100 milljónir farþega árið 2017. Það flýgur nú til 232 áfangastaða í heiminum. Hins vegar Beijing Capital Airlines sem er mun minna flugfélag en í eigu kínverska flugrisans Hainan Airlines. Heimildarmenn Fréttablaðsins telja líklegra að áform Air China verði að veruleika en Beijing Capital Airlines. Kannar Air China nú möguleika á flugi frá höfuðborginni Peking til Íslands með viðkomu í Kaupmannahöfn.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45 Mest lesið Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Segir skilið við Grillmarkaðinn Viðskipti innlent Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Að taka því ekki persónulega hvernig týpa þinn yfirmaður er Atvinnulíf Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Viðskipti innlent Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Viðskipti innlent Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Viðskipti innlent Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Viðskipti innlent Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Starfsfólki fjölgar hjá RÚV en hríðfækkar í bransanum Eldrauður dagur í Kauphöllinni Bein útsending: Ársfundur Landsvirkjunar Stækka Smárabíó og bæta við þrettán veitingastöðum í Smáralind Gunnar tekur við af Hálfdáni hjá Örnu 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Sjá meira
Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Kínverskir embættismenn á Íslandi reyna að koma á beinu áætlunarflugi milli Íslands og Kína. 22. júlí 2019 10:45