Kínverska sendiráðið beitir sér fyrir beinu flugi milli Íslands og Kína Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. júlí 2019 10:45 Kínverska flugfélagið Tianjin Airlines vinnur nú í því að hefja áætlunarflug til Íslands. Epa/ROMAN PILIPEY Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group. Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Það er „einlæg ósk“ kínverska sendiráðsins á Íslandi að hægt verði að hefja beint áætlunarflug milli Íslands og Kína „sem allra fyrst.“ Að sögn talsmanns sendiráðsins hafa embættismenn þess lagt sín lóð á vogarskálarnar til þess að svo verði, til að mynda með því að aðstoða áhugasöm kínversk flugfélög. Greint var frá því fyrir helgi að flugfélagið Tianjin Airlines, sem kennt er við samnefnda hafnarborg austan kínversku höfuðborgarinnar Peking, hefði í hyggju að fljúga hingað til lands. Á vef Túrista var þess meðal annars getið að félagið hefði sótt um þrjá afgreiðslutíma í viku á Keflavíkurflugvelli fyrir komandi vetur. Ekki yrði þó um beint flug að ræða heldur myndu vélar Tianjin millilenda í Helsinki á hinni löngu leið frá austurströnd Kína. Sun Chi, aðstoðarmaður kínverska sendiherrans á Íslandi, segir í samskiptum við Vísi að sendiráðið hafa fengið veður af þessum áformum. Tianjin Airlines reyni nú að koma þessu áætlunarflugi á koppinn. Hins vegar vill Sun undirstrika að útfærslan sé ennþá í vinnslu og því ekki tímabært að greina frá neinum smáatriðum á þessari stundu.Ekkert heyrt af Air China Tíðindin af Tianjin Airlines gaf lífseigum orðróm um að hið gríðarstóra Air China hefði sett stefnuna á Ísland byr undir báða vængi. Sun Chi segist hins vegar ekki kannast við það, flugfélagið hafi í það minnsta ekki sett sig í samband við kínverska sendiráðið á Íslandi. „Hvað sem því líður erum við [í sendiráðinu] að gera okkar besta við að tala fyrir því að að tekið verði upp beint áætlunarflug milli Kína og Íslands,“ segir Sun og bætir við: „Það er jafnframt okkar einlæga ósk að þessi flugleið verði að veruleika sem allra fyrst.“ Ætla má að beint áætlunarflug milli Kína milli Íslands muni auðvelda komur asískra ferðamanna hingað til lands. Malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, er einn þeirra sem sér stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það er meðal annars ástæðan fyrir kaupunum á íslensku hótelkeðjunni að sögn forstjóra Icelandair Group.
Fréttir af flugi Kína Tengdar fréttir Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34 Mest lesið Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Fleiri fréttir Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Sjá meira
Tan sjái fram á að fjölga asískum ferðamönnum á Íslandi með kaupunum Forstjóri Icelandair Group segir að malasíski auðkýfingurinn Vincent Tan, sem hefur keypt meirihluta í Icelandair Hotels, sjái stórt tækifæri í því að fjölga ferðamönnum frá Asíu til Íslands. Það sé meðal annars ástæðan fyrir kaupunum. 14. júlí 2019 13:34