Væri ekki nær að baka köku? Sóley Tómasdóttir skrifar 25. október 2019 11:34 Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Sóley Tómasdóttir Tengdar fréttir Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00 Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30 Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30 Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00 Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Íslandsbanki hefur ákveðið að taka upp fjögur skref heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna og taka upp ábyrgari viðskiptahætti, m.a. á sviði umhverfis- og jafnréttismála. Kynningarstjóri bankans skrifaði stuttan pistil á Vísi til að vekja athygli á þessu í vikunni þar sem hún nefndi nokkur dæmi um það sem betur mætti fara. Eitt af því var að taka tillit til kynjasjónarmiða við val á miðlum til birtingar á auglýsingum. Vísir gerði frétt upp úr pistlinum, þar sem fullyrt var að Íslandsbanki hefði sett viðskiptabann á karllæga fjölmiðla með millifyrirsögnum um herör gegn karlmönnum og viðskiptaþvinganir. Fréttin varð fljótlega mest lesin. Þingmenn og ráðherrar sem almennt trúa á frelsi markaðarins voru skyndilega harmi slegnir yfir að banki ætlaði að fara að beita áhrifum sínum, ritstjóri Bændablaðsins talaði um viðskiptaþvinganir, blaðamenn ærðust yfir aðför að frjálsri fjölmiðlun og fréttastofur ljósvakamiðlanna endurvörpuðu þessum áhyggjum til almennings sem sparaði ekki stóru orðin í athugasemdakerfum og á samfélagsmiðlum. Þó mörgum þyki þessar áherslur og aðgerðir Íslandsbanka eðlilegar og tímabærar (og m.a.s. helst til borgaralegar) hefur gagnrýnin verið harkaleg. Fjármálaráðherra fullyrðir að þótt það sé gott og blessað að jafnréttismál séu ofarlega á baugi séu takmörk fyrir því hversu langt menn geti seilst. Athugasemdakerfin ganga enn lengra með ásökunum um fasisma, öfgar og ofbeldi.Hvað ef? Hvað ef einhver af jafnréttisriddurum #heforshe hefðu skrifað upphaflega pistilinn? Hvað ef viðurkenndur hvítur karl í viðskiptalífinu hefði skrifað hann? -Eða jafnvel téður fjármálaráðherra? Getur verið að fjölmiðlaumfjöllun hefði verið öðruvísi, kannski með fyrirsögn um ábyrga viðskiptahætti og heimsmarkmið? Staðreyndin er sú að á meðan framlagi karla til jafnréttisumræðunnar er að jafnaði tekið fagnandi mæta konur sem ögra hefðbundnum kynhlutverkum miklum mótbyr. Konur sem komast í stöðu til að breyta og leggja sig fram um að nýta þá stöðu eru ekki mærðar með sama hætti og fjármálaráðherrar sem baka köku eða utanríkisráðherrar sem tala um #heforshe í erlendum hátíðarræðum (og helvítis tíkur á börum). Þvert á móti mæta þær sérstöku og enn harðara mótlæti en almennt gengur og gerist.Fjölmörg dæmi Undanfarnar vikur hafa konur verið úthrópaðar fyrir að krefjast jafnréttis, virðingar og sjálfsagðra mannréttinda. Hlutdræg fjölmiðlaumfjöllun, drifin áfram af smellubrellum, kraumandi reiði virkra í athugasemdum og megn fyrirlitning gagnvart konum spinnur saman orðræðu sem getur auðveldlega bugað sterkasta fólk. Orðræðan um Freyju Haraldsdóttur sem brýtur blað um þessar mundir í baráttu fyrir fatlaðar mæður, um Alexöndru Briem sem hefur vakið margt fólk til umhugsunar um kynleiðréttingar með opinskárri umfjöllun sinni um eigið ferli, um Hildi Lilliendahl ef hún tjáir sig almennt og nú síðast um Eddu Hermannsdóttur eru allar af sama meiði. Hatrömm og niðrandi orðræða um konur sem standa í stafni mannréttindabaráttu. Orðræða sem er að stórum hluta spunnin upp af valdastofnunum, af þingmönnum, ráðherrum og fjölmiðlum sem næra ótta og íhaldsemi almennings og ver feðraveldið með ráðum og dáð.Jafnréttisparadísin Ísland Á milli þess sem ráðherrar, þingmenn, ritstjórar, blaðamenn og virkir í athugasemdum fárast yfir konunum sem ögra er þetta sama fólk afar stolt af stöðu Íslands sem jafnréttisfyrirmyndar á alþjóðavettvangi. En það eins og það vanti oggulítinn part í samhengi sögunnar. Árangurinn er nefnilega til kominn vegna hugrekkis og þrautsegju kvenna á borð við þær ofangreindu sem hafa lagt blóð, svita og tár í hvert einasta hænuskref sem stigið hefur verið í átt að jafnrétti. Hvert eitt og einasta hænuskref hefur mætt mótbyr, valdið hugarangri þingmanna, ráðherra og ritstjóra og fjaðrafoki í almennri umræðu. Þessi oggulitli partur í samhenginu þarf að verða sýnilegri og viðurkenndari. Sem betur fer er til fólk sem er tilbúið til að leggja mannorð sitt að veði í þágu jafnréttis og mannréttinda. Ef samfélagið næði stjórn á þessum sjálfkrafa varnarviðbrögðum og tæki hugmyndum þeirra, rökum og tillögum með opnari hug er ég viss um að Ísland gæti orðið að enn betri jafnréttisfyrirmynd á alþjóðavettvangi. Í stað þess að lyppast niður af áhyggjum og vera harmi sleginn þegar baráttufólk kemur með hugmynd mætti taka þeim fagnandi og gleðjast. Jafnvel baka köku?
Segja eitt en gera annað Þegar loforð um betri og bættan heim heyrast úr öllum hornum þar sem flestir eru að reyna að breyta hegðun sinni þá er ekki annað hægt en að fyllast örlítilli von um að hlutirnir fari kannski ekki á versta veg þrátt fyrir öra hlýnun jarðar. 21. október 2019 09:00
Ekki horft til kynjajafnræðis í inn- og útlánum Íslandsbanka Aðeins sé verið að horfa til þess hvaðan bankinn kaupi þjónustu. 24. október 2019 18:30
Útspil Íslandsbanka kemur fjármálaráðherra spánskt fyrir sjónir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra veltir fyrir sér hvar Íslandsbanki ætli að draga mörkin þegar komi að jafnréttismálum. Bankinn, sem er í eigu ríkisins, ætlar að beina viðskiptum sínum frá karlægum fyrirtækjum og hætta að kaupa auglýsingar hjá fjölmiðlum "sem bjóða upp á afgerandi kynjahalla.“ 24. október 2019 11:30
Íslandsbanki setur viðskiptabann á karllæga fjölmiðla Búið að flagga tiltekna fjölmiðla. 24. október 2019 08:00
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun