Keypti áfengi fyrir unglingsstúlkur og braut svo á þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 21:13 Maðurinn þvertók fyrir að hafa brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira