Keypti áfengi fyrir unglingsstúlkur og braut svo á þeim Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. október 2019 21:13 Maðurinn þvertók fyrir að hafa brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Vísir/Hanna Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á. Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira
Karlmaður hefur verið dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára fyrir að hafa keypt áfengi fyrir táningsstúlkur og brotið á tveimur þeirra kynferðislega. Maðurinn játaði að hafa keypt áfengi fyrir stúlkurnar en sagðist hafa verið ómeðvitaður um aldur þeirra. Þá hefði hann ekki brotið á stelpunum á nokkurn hátt. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur kemur fram að manninum hafi verið gefið að sök að hafa káfað á stúlkunum, kysst eina þeirra og reynt að kyssa aðra. Foreldrar stúlknanna kröfðust allir 600 þúsund króna hver í miskabætur fyrir hönd dætra sinna. Upphaf málsins má rekja til þess að lögregla var að kvöldi þriðjudagsins 11. júlí 2017 kölluð að til viðræðna við nokkrar 15 ára stúlkur sem tilkynnt höfðu um kynferðislega áreitni af hálfu mannsins, Ein stúlknanna lýsti því þannig fyrir lögreglu að maðurinn hefði komið til þeirra í apríl 2017 og sagst ætla að fara í ríkið og kaupa handa þeim vodka, sem hann gerði. Eftir þetta hafi þær farið heim til hans í fyrsta sinn og hafi hann í kjölfar þess farið að senda þeim SMS-skilaboð þar sem hann hafi beðið þær að koma eina og eina. Hann hafi líka sent þeim skilaboð og sagt að hann væri ástfanginn af þeim. Þá hafi hann áreitt þær allar en stúlkurnar voru þó sammála um að ein þeirra hefði lent verst í honum.Sekur um tungukoss og káf Ákærði viðurkenndi í skýrslutöku hjá lögreglu að hafa veitt stúlkunum fjórum bjór en neitaði alfarið að hafa framið kynferðisbrot gegn þeim. Eftir það hafi þær líklega komið til hans í um sjö skipti og fengið bjór, til dæmis í kringum Secret Solstice-tónlistarhátíðina. Hann hafi ekki átt nein kynferðisleg samskipti við þær og hafi ekki munað nöfn þeirra en talið að þær væru 17 ára, þar sem þær hafi sagt honum það. Maðurinn var ákærður fyrir brot gegn öllum stúlkunum fjórum en var aðeins fundinn sekur um brot gegn tveimur þeirra. Annars vegar fyrir að hafa kysst eina stúlkuna tungukossi og hins vegar fyrir að hafa snert rass annarrar utanklæða. Hann var því dæmdur í fjögurra mánaða skilborðsbundið fangelsi. Þá var honum gert að greiða fyrrnefndu stúlkunni 200 þúsund krónur í miskabætur og þeirri síðarnefndu 75 þúsund krónur. Honum var einnig gert að greiða helming sakarkostnaðar, tæpar 400 þúsund krónur, auk helming málsvarnarlauna verjanda síns og þóknun réttargæslumanna stúlknanna tveggja sem hann braut á.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Tvær á toppnum Innlent Fleiri fréttir Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Sjá meira